Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 14
Afkoma ríkissjóðs 1976 Sum ráðuneyti fóru nærri 50% fram úr fjárlögum IUargvíslegar opinberar framkvæmdir kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir Gjaldaáætlun á rekstrarreikningi fjárlaga 1976 var 58.857 milljónir króna en gjöldin reyndust samkvæmt bráðabirgðauppgjöri 68.447 millj. króna. Mismunurinn er 9.590 milljónir eða 16,3%. Fjármálaráðherra gerði Albingi nýlega grein fyrir afkomu ríkissjóðs árið 1976 samkvæmt bráða.- birgðauppgjöri og kom þá fram, að tæpur helmingur umframútgjalda á rætur að rekja til hækk- unar launataxta umfram fjárlagaforsendur og bóta almannatrygginga, sem tengdar eru kauptöxt- um eins og kunnugt er. í þessu yfirliti ráðher.ra er gerð grein fyrir umframút- gjöldum einstakra ráðuneyta auk æðstu stjórnar ríkisins. Þess má geta, að útgjöld á gjaldaliðum hjá iðnaðarráðu- neytimu reyndust 12% lægri en fjárlög 1976 gerðu .ráð fyrir. Öll önnur ráðuneyti fóru fram úr, þó misjafnlega mikið, og verður nú greint nánar frá út- komum hjá hinum einstöku ráðuneytum. ÆÐSTA STJÓRN RÍKISINS Fjárveitingar samkvæmt fjár- lögum voru samtals 355 m. kr., en niðurstaða reyndist 522 m. kr. mismunurinnn 167 m. kr. eða 47%. Áætlaðar launahækk- anir samkvæmt laumataxta á árinu eru 41 m. kr., en að öðru leyti eiga umframútgjöldin að verulegu leyti rætur að rekja til þess, hversu kostniaður við Alþingi fór fram úr fjárlagaá- ætlun. FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ Fjárveiting var 1.200 m. kr. og útkoma 1.229 m. kr. eða 2,4% hærri. Meginhluti út- gjaldanna er framlag til Byggðasjóðs, en að því frátöldu var fjárlagatala 77 m. kr. og reyndist 106 m. kr. Er mismun- urinn þannig reiknaður 29 m. kr. eða 37.7%. Launahækkanir eru áætlaðar 11 m. kr., framlag íslands til hins almenna hluta norrænu fjárlaganna, sem ekki var áætlað í fjárlögum, 7 m. kr. og aðrir umframliðir samtals 11 m. kr. MENNTAMÁLARÁÐU- NEYTIÐ Fjárlagatala var 9.283 m. kr. og niðurstaða 11.075 m. kr., sem er 1.792 m. kr. eða 19% hærri. Eðlilegar launahækkanir eru áætlaðar 780 m. kr. og sér- stök aukafjárveiting til lána- sjóðs íslenskra námsmanna var 405 m. kr. Helstu liðið aðrir, er fóru fram úr fjárlagaáætlun, eru bygging grunnskóla 66 m. kr., akstur skólabarna 50 m. kr., byggingarframlag vegna Menntaskólans við Tjörnina 55 m. kr., aðflutningsgjald af sjón- varpstækjum, sem er markaður tekjustofn, 40 m. kr., Þjóðleik- hús 25 m. kr. og Sinfóníuhljóm- sveit 25 m. kr. Samtals fóru ýmsir aðrir liðir 346 m. kr. fram úr fjárlagaáætlun. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Fjárlagatala var 733 m. kr. en útkoma 890 m.kr., og er misinunurinn 157 mjkr. eða 21%. Meta má launaihækkanir 55 m. kr., umframútgjöld vegna lögreglustjóra á Keflavíkur- flugvelli fyrir utan launahækk- anir reyndust 24 m. kr., vegna byggingar og viðgerða sendi- ráðanna í Bonn og Osló samtals 20 m. kr., og ýmsir aðrir liðir fóru samtals 58 m. kr. fram úr 14 FV 3 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.