Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 46
Kona í ábyrgðarstöðu Þeir líta á mig sem jafningja í viðskiptalífinu - segir Ingibjörg Thors, aðstoðarforstjóri Coldwater Seafood Corporation Hún er glæsileg, miðaldra kona, grönm með ljóst hár og hógværa framkomu. Fáir myndu geta rétt ef þeir væru beðnir að geta sér til um helsta áhugamál hennar, því persónuleiki hennar gefur al- ranga vísbendingu. Fiskur er hennar áhugamál. Konan heitir Ingibjörg Thors og er búsett í Boston í Bandaríkjunum þar sem hún er á kafi í fiskiviðskiptum, eða „fiskbisness“ eins og hún kallar það sjálf. Við hittum Ingibjörgu fyrir skömmu þegar húini kom hing- að heim í stutt frí og viðskipta- ferð og notuðum iþá tækifærið að kynnast starfi hennar nán- ar og viðhorfum. Ingibjörg hefur verið búsett í 25 ár í Bandaríkjunum og að eigin sögn á hún ekki aftur- kvæmt þaðan. — Þegar ég hafði búið þrjú ár fyrir vestan fannst mér auð- velt að flytja heim, en núna er ég búin að vera þar of lengi til þess að geta flutt þaðan alfar- in. Og reyndar bý ég þar með góðri samvisku, því mér finnst ég gera íslandi gagn með dvöl minni þar á meðan ég geri mitt besta til að stuðla að aukinni sölu á íslenskum fiski í USA. Til frekari skýringar má skjóta því hér að að Ingibjörg er starfsmaður Coldwater Sea- food Corporation nánar tiltek- ið svokallaður „vieepresident“ fyrirtækisins og starfar hún nú í ný stofnsettu útibúi í Boston. — Persónulega vil ég ekki kalla mig neinum titli. Ég vinn bara og get ekki hugsað mér að vera án þess, segir Ingibjörg. Coldwater Seafood Corpora- tiorn rekur verksmiðju í Cam- bridge í Maryland og skrifstofu í New Yonk. Fyrirtækið annast dreifingu á íslenskum fiski og framleiðslu á fiskstautum og skömmtum. FISKUR AÐALÁHUGAMÁL — Upphafið að því að ég fór að vinna hjá fyrirtækinu var það að mér fannst ég vera búin að ljúka mínu ætlunarverki í barnauppeldi og krosssaumi. Þáverandi maður minn, Þor- steinn Gíslason, forstjóri fyrir- tækisins bað mig að grípa í smáverk á skrifstofunni. Þetta hlóð utan á sig og endaði með því, að ég var komin í fullt starf, sem ég fann mig mjög vel í, enda er fiskur mitt áhuga- mál. Ingibjörg heldur síðan áfram og segir að áhugi hennar á fiski hafi verið vaknaður löngu áður en 'hún byrjaði í þessu starfi. —• Ólafur Thors, faðir minn, var mikill áhugamaður um út- gerð og fiskveiðar og áhugi hans smitaði mig og þessi áhugi minn hefur síður en svo dvínað enda hefur allt mitt líf snúist um fisk. Ég gæti ekki ihugsað mél að vinna með aðra vöru og þar að auki þykir mér fiskur, nánar tiltekið ýsa, æ betri mat- ur eftir því sem aldurinn fær- ist yfir mig. Þar til sl. vor starfaði Ingi- björg í New York á söluskrif- stofu fyrirtækisins þar, en í maí sl. var tekin í notkun ný frystigeymsla í Boston og þá flutti hún sig um set og starfar nú þar. Þorsteinn Þorsteinsson, sonur Ingibjargar, veitir þessu útibúi forstöðu. Er ætlunku að auka enn umsvifin í Boston og koma þar upp verksmiðju, auk frystigeymslunnar. Að sögn Ingibjargar er hluti af starfi hennar í Boston fiskmiðlun. Ef hráefni vantar til þess að geta annað fiskstauta- og fisk- stykkjaframleiðslu Coldwater, þá kaupir hún iinn fisk frá öðr- um viðurkenndum fyrirtækjum og þegar umframmagn er af einhverri fisktegund þá selur hún það. EKKI HLÍFT VIÐ SKÖMMUM í þessu sambandi var Ingi- björg að því spurð hvernig hennar reynsla væri af því að vera kona í starfi sem þessu. Hún sagði að hún hefði aldrei orðið vör við amnað, en að litið væri á hana sem hvern annan jafningja í viðskiptalífinu. Hún yrði aldrei vör neinnar tor- tryggni, en á hinn bóginin væri henni ekki hlíft við skömmum, ef viðskiptavinurinn teldi sig hafa ástæðu til. Það teldi hún helsta merki þess að litið væri á hana sem jafningja. — Margir halda að Banda- ríkjamenn séu allra þjóða í- haldssamastir, sagði íngibjörg, — en mín reynsla er sú, að þeir séu frjálslyndir. Þegar ég byrj- aði að vinna úti, þurfti ég þess alls ekki af fjárhagslegum á- stæðum. Hér heima hefðu margir hugsað sitt um þetta til- tæki á þeim tíma. En ég varð aldrei vör við neitt slíkt fyrir vestan. Þar finnst mér vera skilningur á því, að allir hugsi ekki eins. Og þó að vel sett hús- móðir fari að selja fisk, þá er það hennar mál. Á íslandi hefur það færst mjög í vöxt á undanförnum ár- um að konur fari út í atvinnu- lífið. Ingibjörg var að því 46 FV 3 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.