Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 81
Prisma sf.
Margvísleg starfsemi fer
fram hjá Prisma sf. Reykja-
víkurvegi 64. Það er auglýs-
ingastofa, sem sér um Ijós-
myndun, litgreiningu, filmu-
vinnu, plötugerð, hönnun og
auglýsingagerð, auk þess sem
hjá fyrirtækinu fer fram und-
irbúningsvinna fyrir offset-
prentun.
Baldvin Halldórsson og Olaf-
ur Sverrisson hafa rekið
Prisma um 5 ára skeið. Þeir
hafa m.a. yfir að ráða mjög full-
komnum tækjum til litgrein-
ingar og offsetfilmugerðar.
Lögð er mikil áhersla á, að
vinna auglýsingar þar til þær
eru fullunnar þ.e.a.s. allt frá
hugmynd að auglýsingu og þar
til hún hefur birst á prenti.
Þcir Baldvin og Ólafur reka
einmig ljósmyndavöruverslun
og hafa einkaumboð fyrir
bandaríska fyrirtækið Sima,
sem framleiðir m.a. ljósmynda-
vörur þ.á.m. sérstaka poka sem
vernda filmur og transistor-
tæki gegn röntgengeislum t.d.
á flugvöllum. Þessi verslun
hefur starfað um 2ja ára skeið.
Alls slarfa 5 manns hjá Prisma
sf.
Ragnar
Björnsson hf.
70—80 þúsund springdýnur
hafa verið framleiddar lijá fyr-
irtækinu Ragnar Björnsson hf.
frá því árið 1951, en spring-
dýnuframleiðslan er stærsti
þátturinn í starfsemi fyrirtæk-
isins. Einnig eru framleidd
bólstruð húsgögn og klæðning
á eldri húsgögnum fer þar
fram.
Framleiddar eru margar mis-
n'iunandi gerðir af springdýn-
um í fjölbreyttu úrvali og eru
þær framleiddar mismunandi
stífar eða mjúkar eftir a.tvik-
um. Ragnar Björnsson hf.
framleiðir einnig bólstruð rúm
með tvöfaldri fjaðradýnu og
bólstruðum höfðagafli. Fyrir-
tækið hefur m.a. framleitt rúm
fyrir öll helstu hótelin í land-
inu.
Ragnar Björnsson rekur ann-
að fyrirtæki á sama. stað að
Dalshrauini 6 í Hafnarfirði, en
það fyrirtæki heitir Polyester
hf. og framleiðir úr trefja-
plasti vörur eins og fyrir sjáv-
arútveginn, tengimúffur og
tengikassa fyrir Landssímann,
ýmis stykki í bíla svo og vaska,
en einnig sér fyrirtækið um
viðgerðir á bátum.
Starfsmenn hjá Ragnari
Björnssyni hf. eru 8—10, en
starfsmenn hjá Polyester 4—5.
FV 3 1977
81