Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 69

Frjáls verslun - 01.03.1977, Page 69
Grindavík IVijög mikil atvinna þrátt fyrir minnkandi sjávarafla „lönaður, verzlun og þjónustustarfsemi þarf að aukast”, segir Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri Þegar blaðamaður F.V. var á ferð í Grindavík hafði hann samband við Eirík Alexandcrs- son, bæjarstjóra í Grindavík. en Eiríkur varð fyrsti sveitar- stjórinn í Grindavík 1. janúar 1971, og með kaupstaðarrétt- indunum 10. apríl 1974 var hann einnig fyrsti bæjarstjór- inn. — Það sem verið hefur for- gangsverkefni á undanförnum árum er aðallega tvennt þ.e.a.s. holræsa- og gatnagerð. Við höf- um verið illa settir í Grinda- vík, því að holræsi voru hér engin og fyrstu framkvæmdir við þau hófust haustið 1974 og 'höfum við verið að glíma við að koma þeim í jörðina síðan. VARANLEGT SLITLAG Á iy2 KM GATNA í ÁR Holræsi er það sem verður að koma áður en farið er að huga að varanlegri gatnagerð, og ‘hefur það tafið fyrir henni meira en skyldi. Búið er að leggja 6 km af holræsum frá því að byi'jað var og eftir eru um 4M; km í núverandi byggð í Járngerðarstaða'hvei’fi, en það er meiri hluti byggðarinnai'. f Þórkötlustaðahverfi eru engin holræsi eninþá, en þau verða um 1M> km í viðbót. f ár er hugmyndin að leggja stofn- æð fyrir austurbæinn rúmlega kílómetra að lengd og er áætl- aður kostnaður 33 milljónir. Varanlegt slitlag hefur vei'- ið lagt á um 3 km af götum og á hafnarsvæðinu. í ár er fyrir- hugað að leggja á um IV2 km gatna, eða þær götur sem til- búnar eru vegna hitaveitufram- kvæmdanna. BÚIÐ Ai) TENGJA RÚM- LEGA 200 HÚS FYRIR HITA- VEITU Annað stórverkefni, sem við vinnum að og hefði átt að nefna fyrst er lagning hita- veitu, en um áramótin 1971— 1972 lét þáverandi hreppsnefnd bæjarstjóri í Grindavík. Grindavíkui'hi'epps bora eftir heitu vatni við Svartsengi, sem bar þann góða árangur, sem nú er kominn í ljós með Hitaveitu Suðurnesja og tilkomu hita- veitu í Grindavík, en tengingar húsa hófust í nóvember sl. eins og kunnugt er. Það eiga allir kost á hita- veitu sem búa í Grindavík og vilja, nema Iþeir sem búa í Þór- kötlustaðahverfi, en þar eru um 20 hús og komast þau ekki í tengingu við hitaveituna fyrr en í sumar. Stöðugt er unnið að teng- ingum húsa og er nú búið að tengja rúmlega 200, Við bú- umst við rispu í tengingum eft- ir vertíðina, en fólk hefur ekki handbært fé fyrir heimtauga- gjaldi fyi-r en að henni lokinni. HEILDARKOSTNAÐUR VIÐ HAFNARFRAMKVÆMDIR Á 4 ÁRUM 560 MILLJÓNIR Á þessum árum hafa staðið yfir mjög miklar hafnarfram- kvæmdir, sem náðu hámarki eftir 1973, þegar Vestmanna- eyjagosið varð. Þær fram- kvæmdir hafa staðið yfir þar til í fyi-ra og er að mestu lokið, þó er eftir að gera nokkr- ar lagfæringar í innsiglingumni í ósnum. Heildarkostnaður við hafnai'- framkvæmdir frá 1973 er um 560 milljónir, af þeirri upphæð er hluti bæjarins um 160 millj- ónir og er fyrirsjáanlegt að það verði miklum erfiðleikum bundið að standa undir öllum þessum kostnaði, en meirihlut- inn hefur verið fjái'magnaður með vísitölubundmum lánum. 48 ÍBÚÐIR í SMÍÐUM Á SÍÐASTA ÁRI Á síðasta ári voru 48 íbúðir í smíðum, þar af var lokið við smíði 11 íbúða. Hægt hefur verulega á íbúðabyggingum á síðustu tveimur árum, enda hefur dregið úr fólksfjölgun, sem náði hámarki 1974, og var þá rúm 10%. 1975 var hún 7,4%, en er nú um 4% tvö síð- astliðin ár. FV 3 1977 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.