Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 71
IMetagerðin Hflöskvi:
Hefur viðskipti við
flesta Grindavíkurbáta
MIKIL ATVINNA í BÆNUM
'Þrátt fyrir mjög minnkandi
sjávarafla þrjár síðustu vertíð-
ir, sem hafa verið þær léleg-
ustu, sem komið hafa í Grinda-
vík um árabil, hefur verið
mjög mikil atvinna í bænum.
Hefur iþar margt komið til
s.s. miklar opinberar fram-
kvæmdir við hafnargerð, lagn-
ingu Grindavíkurvegar, hita-
veituframkvæmdir, au'k margra
annarra framkvæmda s.s. hol-
ræsa- og gatnagerð sem áður
er nefnt. Ennfremur hafa hinar
miklu byggingaframkvæmdir
skapað mikla atvinnu.
Við Grindvíkingar höfum
haft miklar áhyggjur af hinum
mikla aflabresti, sem orðið hef-
ur á undanförnum árum og víst
er að hefðu iþessar miklu fram-
kvæmdir, sem áður er getið,
ekki komið til, þá hefði veru-
legur samdráttur orðið í
Grindavík.
STUÐLA ÞARF AÐ FJÖL-
BREYTTARA ATVINNULÍFI
Okkur hefur jafnan fundist,
að útgerð og fiskvinnslu í
Grindavík eins og á Reykjanes-
skaga öllum hafi verið sýnd of
lítil ræktarsemi af opinberri
hálfu og á ég þá við titlar lán-
veitingar fjárfestingasjóða til
þessara atvinnugreina á svæð-
inu. Þetta verður að breytast,
ef ekki á illa að fara.
Þó svo verði gert sem ég tel
óhjákvæmilegt, væri okkur
Grindvíkingum hollt, að stuðla
að meiri fjölbreytni í atvinmu-
lífinu og mætti í því skyni auk-
ast bæði iðnaður, verslun og
þjónustustarfsemi ýmis konar.
Ef til vill verður sjóefna-
vinnsla á Reykjanesi sú lyfti-
stöng, sem mest munar um
fýrir Grindavík í náinni fram-
tið, sem og Suðurnesin öll.
Þá má einnig binda vonir
við, að háhitasvæðið í Svarts-
engi bjóði upp á ýmsa mögu-
leika til viðbótar.
Á síðasta ári lukum við við
heilsugæslustöð, sem rekin er
sem útibú frá Heilsugæslustöð
Suðurnesja, sem byggðarlögin
eiga og reka sameiginlega.
Þegar Vestmannaeyjagosið
byrjaöi fluttist Ingólfur Teo-
dórsson net agc r 0 armað ur til
Gnndavíkur og setti upp útibu
þar. Tveir ungir bræður þeir
Aðaigeir og Kristinn Jóhanns-
synir réðu sig til hans í vinnu,
en stofnuðu sitt eigið fyrirtæki
Netagerðina lVlöskva þegar Ing-
ólfur fór aftur til Eyja. Þegar
bkaðamaöur FV var á ferð inn
Grindavik heimsótti hann þá
bræður til að forvitnast uin
þessa atvinmugrein.
— Við vorum álitnir ein-
hverjir kjánai- að fara út í
netagerðarnám þegar við vor-
um i Iðnskólanum i Keflavík,
enda allir i húsasmíði, rafvirkj-
un eða öðrum klassískum grein-
um. Eins hefur okkur fundist
almenningsálitið vera þannig,
að enginn veit hvað netagerð
er, og finnst það vera starf fyr-
ir garnla kalla sem hengju yfir
þvi í skúr. Staðreyndin er hins
vegai’ sú að það er heilmikil
stærðfræði á bak við netagerð-
ina og engan veginn sama
hvernig ihlutirnir eru unnir.
Kennsla í netagerð er mjög lé-
leg á sama tíma og veiðarfærin
verða flóknai’i og flóknai’i.
Námið tekur þrjú ár og það
merkilega var að í skólanum
lærðum við ekki staf um neta-
gerð og fannst okkur það baga-
legt að fagteikningin var eng-
in. Við vorum ihjá meistara og
svo höfum við klórað okkur á-
fram sjálfir.
GERA VIÐ OG SETJA UPP
ALLAR TEGUNDIR VEIÐAR-
FÆRA
— Skólastjórinn er samt
mjög áhugasamur um að leysa
þetta vandamál og hefur kom-
ið af stað námskeiðum í neta-
gerð. Fyrsta námskeiðið er þeg-
ar hafið og höfum við sótt einn
tíma hjá Guðna Þorsteinssyni
fiskifræðingi og fannst okkur
námskeiðið fara mjög vel af
stað og raunverulega í fyrsta
skipti sem við lærum eitthvað
gagnlegt. Það hlýtur að hvíla
einhver ábyrgð á þeim sem út-
búa veiðarfærin þegar upphæð-
irnar við gerð þeirra eru eins
og raun ber vitni og tekið er
tillit til þeirra verðmæta sem
þau skapa í afla.
— Við gerum við og setjum
upp allar tegundir veiðarfæra.
Segja má að árið skiptist í tarn-
ir og stendur loðnunótatörnin
yfir hjá okkur en fljótlega taka
þó þo.rskanetin við frarn í maí
en þá eru það trollin, þannig
að hvergi er gat aUt árið. Þó
við séum tiltölulega nýir ennþá
erum við búnir að fá flesta
Grindavíkurbátana til okkar
sem áður fengu loðnunætur í
Keflavík og Vestmannaeyjum.
MEÐALVERÐ Á LOÐNUNÓT
15—20 MILLJÓNIR
— Loðnunætur sem eru not-
aðar fyrst á vertíðinni fyrir
norðan og austan eru lengri og
dýpri þar sem loðnan er þá
dreifðari og stendur dýpra.
Korkateinninn er 200 faðmar
og þar yfir en dýptin er frá 50
föðmum og allt niður í 70
faðma. Þegar bátarnir koma
suður fyrir fáum við næturnar
til að grynna þær og stytta. Þá
eru þær venjulega 170 faðmar
á lengd og 45 á dýpt. Þá verða
þær einnig að vera úr sverara
garni þar sem hún liggur
þyngra í. Af þessum sökum
hefur verið mikið um við-
gerðir hjá ok'kur í vetur því
næturnar hafa sprungið. Með-
alverð á loðnunót er 15'—20
milljónir og vega þær allt upp
í 17 tonn.
— Árið í ár er miklu betra
en í fyrra. Verðið á loðnunni
er það gott að það skapar allt
annað viðhorf hjá útgerðar-
mönnum því nú er ekkert spurt
að því hvað veiðarfærið kostar
heldur hvað það er gott.
FV 3 1977
71