Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 53
bili og þá yrði setzt niður og málin tekin til endurskoðunar. Verðbreytingar yrðu stöðvaðar milli slíkra tímamarka. Þannig myndi ekki aðeins kaupið á- kveðið milli þessara tímamarka heldur yrði verðstöðvun í gildi á milli þeirra. Síðan yrði skoð- að, hvað talið væri nauðsynlegt af verðbreytinigum og kaupið lagað eftir því, en verðstöðvun síðan haldið áfram til næstu endurskoðunar. „Það er úrelt og tóm vitleysa a.ð stjórnvöld eigi ekki að skipta sér af samningum.“ Núna er kaupið lagfært eftir á vegna þeirra verðhækkana, sem orðið hafa og búnar eru að virka á lægra kaup. Þetta hefur alltaf verið talið nokkuð ósanngjamt. Hitt fyrirkomu- lagið yrði betra. í ályktun ASÍ-þingsins var gert ráð fyxir, að krónutölu- hækkunin, sem yrði á lægstu launum nú við samningana, kæmi síðan á allt kaup þar fyrir ofan. Eins og ég nefndi áð- an hefur ekki öllum litizt nægi- lega vel á þetta, af því að 'launa- bil þrengdust þá um of. Því var það á kjaramálaráðstefnu ASÍ, að þetta atriði var tekið úr sameiginlegu kröfugerðinni en félögum og landssambönd- um látið það eftir til meðferð- ar. Vandamálin eru sjálfsagt nokkuð mismunandi. Þau eru miklu minni, þar sem kaup- taxtar eru fáir og stutt frá þeim lægstu í þá hæstu, eins og hjá iðnverkafólki. Hjá verzl- unarmönnum, sem bæði eru með lægsta kaup, sem nokkurs staðar er samið um, og líklega það hæsta að krónutölu til, er þetta miklu meira vandamál og líta þarf á miklu fleiri sjónar- mið. Því nefndi ég það, að skattabreytingin gæti vegið þungt við lausn þessa vanda. F.V.: — Hvaða tekjumörk finnst þér þá að ættu að gilda „Vinnuveitendur og launþegar eru tregir til að gefa upplýs- ingar um yfirborganir.“ við álagningu tckjuskatts, ef gengið er út frá 100 þús. krón- um sem lágmarkslaunum á mánuði? Björn: — Það er býsna erfitt að nefna tölur um skatt- leysismörk en ég held ég geti hiklaust nefnt, að hjón ættu að fá að ihafa tekjur allt að 2,5 milljónum án þess að tekju- skattur væri á þær lagður. Auð- vitað eru aðstæður mjög mis- munandi eftir því hver barna- fjöldi er og hversu vaxtabyrði er mikil o.fl. En eftir því sem skattleysismörkin e.ru sett hærri, þeim mun minni ástæða er til að taka tillit til ýmislegs frádráttar, eins og gert hefur verið við skattlagninguna und- anfarið. Ef þetta væru 2,5 millj- ónir fyrir hjón, gæti markið verið 1,7—1,8 millj. fyrir ein- stakling. Úr því að við erum farnir að ræða skattana er ástæða til að nefna annað mál. Nú er svo komið, að útsvörin leggjast býsna þungt á þá tekjulægstu. í kröfum ASÍ fylgir það þess vegna, að skattleysismörk vegna útsvars verði sett hærri en þau eru, þ.e. að persónufrá- drátturinn frá útsvarinu verði hækkaður verulega. F.V.: — Teljið þið að grund- völlur fyrir launahækkanir nú eigi eftir að styrkjast á næstu misserum í framhaldi af góðri vertíð og hækkandi verðlagi á erlendum mörkuðum? Björn: — Það hafa margir talað um að samningarnir 1974 hafi sett allt úr skorðum, þar sem byggt hafi verið á grunni frá 1973, þegar afkoman var feikilega góð, en um það leyti sem samningar voru gerðir hafi aftur á móti farið að dragast saman. Núna er ástandið alveg þver- öfugt. Allt, sem líkur eru til að hægt sé að spá um, stefnir nú upp á við. Þar á ég bæði við aukinn afla og batnandi verð. Ef samningarnir 1974 voru svo eyðileggjandi vegna þess að samdráttur varð í afla og verði á eftir, vil ég halda því fram, að nú sé einmitt grundvöllur til að seilast talsvert lengra en staðan í dag einsömul gefur til- efni til. F.V.: — Oft er bent á að rauntekjur séu miklum mun hærri en taxtar gefi til kynna. Heldur þú að það séu stórir starfshópar, sem ekki bera meira úr býtum en þessar tæp- ar 70 þús. krónur á mánuði, sem talað er um sem lægstu laun? Bjöm: — Afgreiðslufólk í verzlunum, Iðjufólk og eitt- hvað af verkamönnum og verkakonum býr við þessi kjör. Með geysimikilli sparneytni og lífsháttum, sem ekki geta tal- izt almennir, getur þetta lág- launafólk með einhverju óskilj- anlegu móti framfleytt sér. Það er auðvitað rétt að með- an atvinna er jafnmikil og hún hefur verið nú að undanförnu, hefur fjöldi fólks getað aflað sér miklu meiri tekna með löngum vinnutíma. Það er aft- ur á móti ástand, sem menn eru í vaxandi máli farnir að telja FV 3 1977 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.