Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 22
fyrir vörur sem ekki hafa þang- að komið áður. Þetta eru t.d. nýjar tegundir hráefna, heinr ilisiðnaðarvörur, veiðarfæri, bátar o.fl. Novoexport kaupir einnig inin. T.d, var á þess veg- um nýlega gerður samningur um kaup tækjabúnaðar í verk- smiðju sem á að framleiða bíla-, flugvéla- og skipamódel. § Skipst á hugmyndum Enn er ónefnd sú deild Vnes- torg sem verslar með hug- myndir, vísindalega úrvinnslu og verkfræðiþjónustu. Þetta er afar vinsæl söluvara á heims- markaðinum í dag. Gárungarn- ir segja að upphafsmaður þess- ara viðskipta hafi verið Bern- hard Shaw. Það var einmitt hann sem sagði eitthvað á þessa leið: „Ef A á eitt epli og B á líka eitt epli og þeir skiptast á eplum, eiga þeir jafnmörg epli eftir sem áður, þ.e. eitt epli hvo.r. En ef ég á hugmynd og læt yðar hafa hana i skiptum fyrir yðar hugmynd, þá fær hvor okkar tvær hugmyndir“. Þetta fyrirtæki nefnist „Liz- enstorg“ og það á viðskiptavini í öllum áttum. Á árinu 1975 heimsóttu 6500 kaupendur Lizenstorg. Fyrirtækið heldur uppi viðskiptatengslum við 30 lönd. Sovésk einkaleyfi hafa jafnvel b.rotið sér leið inná japanskan og bandarískan markað. 9 Sovésk tækni í Concorde Við gerð ensk-frönsku flug- vélarinnar Concorde er notast við sovéska tækni í stálbráðslu. Þekkt stórfyrirtæki í mörgum löndum hafa keypt leyfi til notkunar á sovéskri aðferð við að þurrka koks. Sú aðferð eyk- ur framleiðslugetuna og stuðlar að mengunarvernd. Vestur- þýska fyrirtækið Zalzgitter hefur fengið leyfi til að fram- leiða „Polimir-50“ sem er plast sem þolir mikinn þrýsting. Finnar hafa keypt leyfi til að baka rússneskt rúgbrauð. Franskt fyrirtæki var lengi að velta fyrir sér sovéskri aðferð við kampavínsframleiðslu, og varð sér úti um leyfi á endan- um, þegar ljóst var orðið hví- líkir yfirburðir voru fólgnir í þessari aðferð. Á hverjum degi flytja fjarrit- inn, símritinn og síminn ara- grúa frétta til Vinestorg um inn- og útflutning. Hér fara á eftir nokkur dæmi: f Lada til 40 landa — Fyrirtækið „Medexpo,rt“ sendi tilboð sem samíþykkt var um sölu á lúkalyfjum til Tansaníu fyrir 25 þúsund sterlingspund. — Billinn „Lada“ ekur nú um vegi 40 landa. — Gerður hefur verið samningur við indverskt fyrir- tæki um kaup á gleraugnaum- gjörðum. — Fyrirtækið „Mas'h- pribarintorg" hefur selt úr og útvarpstæki til V-Þýskalands, Frakklands og Englands. Eitt enskt fyrirtæki, „Time Pro- ducts“ pantaði u.þ.b. eina millj- ón armbandsúra fyrir karla og konur.—Fyrirtækið „Promash- import“ hefur undirritað samn- ing við „Berlin-Konsult“ í V-Berlín um að sovétmenn kaupi tækjabúnað fyrir verk- smiðju sem framleiða muo málmgáma. — Fyrir árið 1979 verður reist í Svetlogorsk verk- smiðja sem framleiða mun 80 þúsund tonn af viðarkvoðu á ári. í smíði verksmiðjunnar munu u.þ.b. 1500 finnskir verkamenn taka þátt. í maí 1918 keypti sænska fyrirtækið „Axel Jonsen“ þús- und tonn af hampi og þúsund tonn af hör, og var það fyrsti utanríkisviðskiptasamningur sovéska ríkisins. Ekki alls fyrir löngu keypti „Axel Jon- sen“ sovéskar þyrlur. Fyrir skömmu mátti lesa eft- irfarandi í bandaríska tímarit- inu „U.S. News and World Report“: „Rússneskar dráttar- vélar plægja bandaríska og kanadíska akra, litasjónvarps- tæki framleidd í Moskvu eru komin inná frö'nsk heimili. . . . Þetta er sú raunverulega mynd sem við blasir“. APN Bella Center: IMordisk byggedag ■ Höfn IXlinnzt 50 ára afmælis ráöstefnunnar „Nordisk byggedag" verður haldinn í Bella Center í Kaup- mannahöfn dagana 23. til 25. ágúst. Er þetta 13 ráðstefnan, sem norrænir byggingarmenn halda með sér undir þessu nafni en jafnframt verður þess minnzt, að 50 ár eru liðin síðan „Nordisk byggedag“ var fyrst haldinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í þetta sinn er „Byggingariðnað- urinn í efnahagsmálunum — efnahagsmálin í byggingariðn- aðinum“. Þetta umræðuefni er sameiginilegt meðal fagmanna í byggingariðnaði og stjórnmála- manna á Norðurlöndunum. Á ráðstefnunni „Nordisk bygge- dag“ verður fjallað um bygg- ingu íbúðar- og atvinnuhús- næðis og opinberar byggingar en með hliðsjón af mikilvægi íbúðarbygginga, þegar litið er á byggingariðnaðinn í heild sinni, verður mestum tíma varið til umfjöllunar um þann þátt. Þátttakendur á „Nordisk byggedag“ verða úr öllum fag- samböndum í byggingariðnaði og ennfremur sækja fulltrúar sveitarstjórna og ríkisvalds ráð- stefnuna ásamt fulltrúum bygg- ingarfélaga, landeigenda og fjármálastofnana. Búizt er við, að 1800—2000 byggingarmenn og stjórnmálamenn sæki „Nordisk byggedag“ í Bella Center í ágúst. 22 FV 3 1977
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.