Frjáls verslun - 01.03.1977, Blaðsíða 96
Ilm heima og geima
Skotasagan:
— Já, það var hann McGre-
gor gamli. Hann lagði sig og dó.
Allar jarðneskar eigur sínar
eftirlét hann barnaheimili
sveitarfélagsins.
— Voru það einhverjar upp-
hæðir að róði?
— Þrjár stúlkur og fjórir
drengir.
Þá er það sagan af Svíanum,
Dananum og Finnanum, sem
mannæturnar tóku fasta í frum-
skóginum og stungu í svarta
pottinn hjá sér. Hver maður
fékk sinn pott að vísu.
Eftir klukkutíma suðu fór
matreiðslumaðurinn að gá að
Svíanum:
— Fussum, svei, alltof seig-
ur.
Hálftíma seinna gekk hann
að potti Danans.
— Oj bara. Alltof feitur.
Þegar enn einn hálftímin-n
var liðinn lyfti Finninn lokinu
af pottinum sínum, leit í kring-
um sig og mælti:
— Ég nenni ekki að vera
lengur í saununni í dag. Réttu
mér handklæði.
Á slysadeildinni:
Páll var fluttur inn úr leigu-
bíl með minniháttar meiðsli.
— Eruð þér giftur?, spurði
móttökuhjúkrunarkonan.
— Nei, þetta var umferðar-
óhapp.
Sviðið er Sahara-eyðimörkin.
Maður nokkur skríður áfram í
sandinum, aðframkominn af
þorsta með tunguna út úr sér.
Þá birtist honum Bedúíni á
úlfalda og maðurinn skríður í
áttina til hans og stynur:
— Vatn, vatn. Gefðu mér
vatn.
Þá tekur Bedúíninn fram
kippu af 'hálsbindum, veifar
þeim framan í manninn og
segir:
— Þú kaupa fínt bindi. Ég
hafa fín bindi fyrir þig.
— Vatn, vatn, stynur sá
þyrsti.
Bedúíninn ypptir öxlum og
heldur leiðar sinnar.
Nokkrum mínútum síðar
verður annar Bedúíni á leið
þyrsta mannsins.
— Vatn, vatn, hrópar hann
enn einu sinni.
— Nei, nei, svarar Bedúíninn
og veifar hálsbindum. — Flott
bindi, maður, flott bindi.
Maðurinn skríður áfram í
sandinum og er að s'krælna úr
þurrki. Eftir hálftíma sér hann
þokkalegt, gamalt eyðimerkur-
— Það er nú óþarfi að taka gítarinn og syngja prótestsöngva
þótt maður sé nú ekki til í allt.
96
FV 3 1977