Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 9

Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 9
Ragnar Kjartansson, er nýlega tekinn við stöðu hjá Hafskip hfsem framkvæmdastjóri fjármála- og skipulagssviðs fyrirtækisins. Framkvæmdastjórar við fyrirtækið eru tveir, og hefur Ragnar með höndum stjórnun fjármála, starfsmannahald, skrifstofurekstur, trygginga- mál, umsjón með umboösmannakerfinu innan lands og utan, og umsjón með áætlunargerö- um, svo dregin sé upp einhver mynd af starfinu. Ragnar gat þess að Hafskip ætti nú 5 skip, en auk þess eru í siglingum fyrir fyrirtækið ýmis leiguskip. Vikulega er siglt á hafnir á Norður- löndunum, — Kaupmannahöfn, Gautaborg og Fredriksstad — og á 10—12 daga fresti á hafnirnar í Ipswich í Englandi, Hamborg og Antwerpen í Belgíu, auk reglubundinna sigl- inga til Póllands og Finnlands. Ragnar Kjartansson er fæddur í Reykjavfk 4. marz 1942. Hann starfaði sem framkvæmda- stjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna frá því 1963—1970. 1970 átti hann aðild að stofnun hlutafélagsins Kaupstefnan og var fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis 1970— 71, en árið 1971 varð Ragnar aðstoðarframkvæmdastjóri Olíufélagsins Skeljungs. Því starfi gegndi hann allt þar til hann tók við framkvæmdastjóra- starfinu hjá Hafskip. Jón Sigurðsson, tók við starfi ritstjóra dag- blaðsins Tímans 1. júlí s. I. Hann er annar tveggja ritstjóra blaðsins. Ritstjórarnireru báðir ábyrgöarmenn blaðsins, og skipta með sér skrifum leiðara og ritstjórnardálka. Jón sagði að sitt starf væri m. a. fólgið í dag- legu samstarfi við fréttastjóra og fréttamenn, að annast daglega fundi eftir þörfum, sjá um aðsendar greinartil blaðsins, auk margra ann- arra starfa, sem ritstjóri dagblaðs þarf að sinna eins og símtölum, ýmsum erindum, sitja fundi, auk þess sem það er hlutverk ritstjóra að ákveöa hvaða greinar skuli birtar í blaðinu. Jón Sigurðsson er fæddur 23. ágúst 1946 í Kollafiröi á Kjalarnesi. Stúdent varð hann frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík 1966, og lauk B. A. prófi í íslenzku og sagnfræði frá Há- skóla íslands 1969. Allt frá stúdentsprófi stundaði hann kennslu við ýmsa skóla. Á árunum 1970— 72 var Jón lektor í íslenzku við háskólana í Lundi og Gautaborg í Svíþjóö, en hann hafði haldið utan til framhaldsnáms. Eftir heimkomuna kenndi Jón við Mennta- skólann í Reykjavík. Hann varð einnig lektor í íslenzku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla ís- lands og gegndi jafnframt þeirri stöðu, starfi skrifstofustjóra Máls og menningar. Síðar gerðist hann framkvæmdastjóri við Menning- arsjóð og bókaútgáfu Menningarsjóðs í tvö ár, eða þar til hann varð ritstjórnarfulltrúi Tímans. Ritstjórnarfulltrúi var Jón í eitt ár, er hann varð ritstjóri. 9

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.