Frjáls verslun - 01.07.1978, Side 35
Flugvélasmíði Fokker-verksmiðjanna í Hollandi er fyrlr löngu orðin helmskunn. Hér er verið að vinna að
samsetningu hinnar nýju flugvélar Landhelgisgæzlunnar, TF-SYN, en hún er af gerðinni F-27.
nauðsynlega endurnýjun á flug-
flotanum. Það væri þó nokkurn
veginn Ijóst, að næsta skrefið yrði
ekki inn í þotuöldina hvað innan-
landsflugið snerti, því af þotu-
rekstri hlytist aðeins kostnaðar-
auki en lítill tímasparnaður á
lengstu leiðunum, ef til vill ekki
nema um 10 mínútur. Þeir töldu,
að 56 farþega Fokker Friendship
af gerðinni 500, sem nú er í fram-
leiðslu, myndi henta Flugleiðum
vel þegar félagið þyrfti að endur-
nýja flugvélakost sinn í innan-
landsfluginu, en það yrði eftir 3— 4
ár. Góður markaður er fyrir notað-
ar Friendship-vélar en hins vegar
eru engar notaðar vélar af gerð-
inni 500 fáanlegar um þessar
mundir.
20 flugvélar í smíðum á Schiphol
Þegar við litum inn í verksmiðj-
urnar sjálfar voru þar 10 vélar af
F-27 gerö á mismunandi bygging-
arstigi í öðru skýlinu af tveimur, en
í hinu voru jafnmargar Fokker
Fellowship eða F-28, sem eru
tveggja hreyfla þotur fyrir milli-
vegalengdir. Þær geta tekið allt að
85 farþega og hafa um 2000 kíló-
metra flugdrægi en flughraði er
um 850 kílómetrar. Af þessari teg-
und hafa verið seldar 130 þotur, en
þær fyrstu voru teknar í notkun í
farþegaflugi árið 1969. Þoturnar,
sem í smíðum voru, þegar við
skoðuðum verksmiðjurnar, áttu
flestar að fara til flugfélagsins
Garuda í Indónesíu en Fellow-
ship-þotur eru víða notaöar, t. d. til
innanlandsflugs í Noregi hjá flug-
félagi Braathens.
Það er samsetning vélanna, sem
fram fer þarna á Schiphol-flugvelli,
en einstakir hlutar koma víða að.
Þannig er stjórnklefinn smíðaður í
Amsterdam, miðhluti vélarinnar
annars staðar í Hollandi, stéliö er
flutt á vagni frá Hamborg í Þýzka-
landi, hluti af vængjunum og
hreyflar frá Bretlandi og þannig
gæti þessi upptalning orðið lengri.
Auk þess að setja saman eigin
vélar, framleiða Fokker-verksmiðj-
urnar hluta í flugvélar, sem settar
eru saman annars staðar. Til
dæmis taka þær þátt í smíði breið-
þotunnar Airbus, sem sett er sam-
an í Frakklandi. Hjá Fokker-verk-
smiöjunum í Hollandi starfa alls
um 6500 manns, þar af 3500 í
Amsterdam.
35