Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 43

Frjáls verslun - 01.07.1978, Page 43
Séð yfir afgreiðslusalinn á blómamarkaðnum í Honselersdijk. Á hverjum morgni fer þar fram blómauppboð og þegar vagnar með blóma- kössunum hafa farið í gegnum uppboðssalinn er þeim ekið til stöðvar kaupandans á þessu geymslugólfi. Þar eru blómin sett um borð í vöruflutningabíla, sem flytja þau til kaup- manna í Hollandi eða erlendis, eða út á flugvöll til sendingar til f jarlægra staða. blómunum áfram á teinum út úr sjálfum uppboössalnum, merktir kaupandanum, og skömmu síöar er búiö að koma blómunum á vöruflutningabíla, sem flytja þau í búöir í Hollandi eöa víðsvegar um Evrópu, og út á fjugvöll þaðan sem þau eru send til enn fjarlægari landa. Vestur-Þjóöverjar kaupa langmest af hollenzkum blómum af erlendum kaupendum. Reyndar eru það 80% af öllum 1. flokks þlómunum sem seld eru úr landi. Flestir blómakaupmennirnir hafa eigin skrifstofur, birgöageymslur og pökkunarstöö á blómamark- aðnum. Skipulagsmál markaðar- ins eru í höndum stjórnar, sem meðlimir samvinnufélagsins kjósa, en alls starfa hjá markaðnum um 350 manns. Meðlimirnir, þ. e. a. s. blómaframleiöendur greiða um 4% af sölu á uppboðinu í þóknun til markaðarins. Þeir hafa greiðan aðgang að þjónustu ýmissa fyrir- tækja, sem reka skrifstofur í mark- aðsbyggingunni eins og t. d. banka, tryggingarfélaga, flutn- ingafyrirtækja, bókhaldara og endurskoðenda. Salan á blómauppboðinu í Hon- selersdijk nemur um 1.5 milljón gyllina á degi hverjum, en heildar- veltan var tæpar 500 milljónir í fyrra. Á ræktunarsvæðinu, sem stendur að markaðnum, eru gróð- urhús fyrir blómarækt 1400 hekt- arar. 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.