Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Side 14

Frjáls verslun - 01.03.1979, Side 14
Ástand vatnsmála Fyrir nokkru var haldinn kynn- ingarfundur um neysluvatnsmál, að tilhlutan Jarðkönnunardeildar Orkustofnunar og Heilbrigóiseftir- lits ríkisins. Fjöldi stofnana og ann- arra aðila hér á landi vinnur að ráðgjöf, rannsóknum og eftirliti á sviði neysluvatnsmála. Tilgangur fundarins var að kynna störf aðila á sviði neysluvatnsmála og fá fram gleggri vitneskju um ástand þessara mála á landinu í dag. Fundinn sátu fulltrúar 24 stofn- ana og aðila. Flutt voru 9 erindi er fjölluðu um eftirlit með neysluvatni, gerlarannsóknir, vatnsgæði, vatns- notkun, vatnsveitur og verndun vatnsbóla. I erindum og umræðum kom fram aö víöa er pottur brotinn í neyslu- vatnsmálum hér á landi og gildir það jafnt um almenningsvatnsveit- ur sem og vatn sem notað er til matvælaframleiðslu, svo sem í fisk- iðnaði og sláturhúsum. Rannsóknir sýna að í all mörgum vatnsveitum er vatn gerlamengað þannig að það dæmist gallað eða ónothæft. Orsakir gerlamengunar eru ýmist þær að notað er yfir- borðsvatn, eða frágangi og um- gengni við vatnsból og á vatns- vinnslusvæðum er ábótavant. Á fundinum kom einnig fram að vatnsnotkun hér á landi er víða óhófleg, einkum í fiskiðnaðinum. Hefur þetta valdið því í nokkrum til- fellum, að lítil vatnsból með góðu vatni hafa verið lögð niður, en í stað þess verið sótt mikið vatn með minni gæði. Athuganir sem gerðar hafa verið virðast benda til, að auðveldlega megi draga verulega úr vatnsnotkun frystihúsa án þess að það bitni á gæðum framleiðsl- unnar. Fram kom að ástand neyslu- vatnsmála væri verst á Vesturlandi, Vestfjörðum, vestanveröu Norður- landi og á Austfjörðum. Uppsafnaður söluskattur 1975 og 1976 í desembermánuði s.l. endur- greiddi ríkissjóður 145 millj. kr. til iðnfyrirtækja af uppsöfnuðum söluskatti áranna 1975 og 1976. Samtals nam uppsafnaður sölu- skattur þessara ára um 325 millj. kr., þannig að ógreiddar eru um 180 millj. kr., Iðnaðarráðuneytið hefur tilkynnt F.í.l. að ákveðið sé að endurgreiða eftirstöðvarnar, kr. 180 milljónir. Óvíst er er hvenær endurgreiðsla á uþpsöfnuðum söluskatti vegna ársins 1978 fer fram, eða þá hvenær endur- greiðslur á uppsöfnuðum söluskatti vegna 1979 hefjast. F.í.l. hefursent iðnaðarráðherra erindi og lagt þar megináherslu á að tekjum af jöfn- unargjaldi verði fyrst varið til að endurgreiða fyrirtækjum uppsafn- aðan söluskatt, áður en tekjunum verði varið til almennra iðnþróun- araðgerða, þótt mikilvægar séu. Nær tvöföldun á Vesturlandaviðskiptum Iðnaðardeild Sambandsins hefur unnið ötullega að því undanfarið að treysta markaðsaðstöðu sína i Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Ófeigur Hjaltested mark- aðsstjóri lönaðardeildar hefur upp- lýst, að heildarútflutningur deildar- innar til þessara heimshluta hefði á síðasta ári orðið 1.875 millj. kr., á móti 959,2 millj. 1977, sem sam- svarar 95,3% aukningu. I ullarvör- um varð aukningin 115,6% á vest- rænum mörkuðum, og í skinnavör- um 84,9%. Varðandi markaðshorfurnar gat Ófeigur þess m.a., að nýlega væri búið að gera sölusamninga fyrir árið 1979 við söluaðila í Bandaríkj- unum og Kanada, og virtust horf- urnar þar allgóðar. Einnig væri unniö að því að ná nýjum við- skiptasamböndum í Bandaríkjun- um, sem talsverðar vonir væru bundnar við. Þá væri nú framundan hjá deildinni að taka þátt í ýmsum árlegum sölusýningum á Vestur- Evrópumarkaði og reyna enn að auka sölu þangað. Fatnaður frá Austurlöndum Taflan hér að neðan sýnir þróun hlutdeildar Austurlanda í innflutn- ingi tilbúins fatnaðar árin 1972— 1977. Það kemur í Ijós, að á þessu árabili hefur hlutur Austurlanda rúmlega tvöfaldast. Tölur fyrir árið 1978 eru ekki fyrirliggjandi, en ef um sölu þróun hefur verið að ræða og undanfarin ár er líklegt, að enn hafi hlutur Austurlanda vaxið. Fatnaður 1972, 10.7%. 1973, 13.3%. 1974, 14.1%. 1975, 20.1%. 1976, 17.5% og 1977, 21.7%. Fatn. ásamt skófatnaði 1972, 8.9%. 1973, 10.8%. 1974, 15.9%. 1976, 15.0% og 1977, 18.3% 17% veltuaukning lceland Seafood Corporation Heildarvelta sölufyrirtækisins lceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum varð 72,2 millj. dollara árið 1978. Árið 1977 var veltan 61,7 millj. dollara, og hefur hún því aukizt um 17,0%. Ef miðað er við magn, þá seldi verksmiðjan 63,9 millj. Ibs. árið 1978, á móti 57,6 millj. Ibs. 1977, og hefur magnið því aukizt um 10,9%.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.