Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 23

Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 23
að hefja flug til fleiri bandarískra borga? — Ákvörðunin um farþegaflug til Baltimore var tekin vegna þess að vænlegt þótti að sækja þangað farþega, þar sem hér var um stórt markaðssvæði að ræða, sem áður hafði verulega þýðingu, en vegna samkeppni var ekki hægt lengur að ná þaðan flutningum í gegnum New York. Við teljum að ákvörð- unin um að hefja flug þangað hafi verið tímabær. Hins vegar er því ekki að neita, að heldur hægar hefur gengiö að vinna upp flutn- inga þaöan en ráð var fyrir gert í byrjun. Við erum samt sem áður bjartsýnir á flutninga þaðan á komandi sumri. Ekki er fyrirhugað að hefja flug til fleiri borga í Bandaríkjunum í bili. — Flugleiðir hafa nýverið tekið í notkun DC-10 breiðþotu og ný- lega var ákveðið að festa kaup á einni DC-8 þotu til viðbótar þeim sem fyrir eru. Þarna er um að ræða aukningu í sætaframboði, sem ekki virðist í fljótu bragði vera í rökréttu samhengi við ástand og horfur í flugrekstrinum. — Á sumri komanda verður fé- lagið með þrjár DC-8 vélar í notkun til viðbótar DC-10 vélinni. Þarna er ekki um mikið viðbótarsætamagn að ræða, þar sem félagið var með fimm DC-8 vélar í rekstri sumarið 1978. Viðbótarsætamagn er því tiltölulega lítið og felst þá aöallega í því, að um nýja flugleið er að ræða, þ.e.a.s. leiðina til Baltimore. — Hverju spá fróðustu menn um þróunina á næstu mánuðum í fluginu yfir N-Atlantshafið? v— Varöandi útlitið á næstu mánuðum, þá er erfitt að spá um það með vissu. Þó má segja, að líklegt sé, aö ferðalög íslendinga dragist eitthvað saman vegna efnahagsástandsins, sem nú ríkir í landinu. Útlit er fyrir að flutningar á Atlantshafsleiðum verði ekki minni en á síðastliönu ári. Þó er þar blika á lofti, en það er staða eldsneytis- mála, sem skapar nokkra óvissu. Óhjákvæmilegt er að fargjöld verði að hækka í kjölfar hækkaðs elds- neytis en á þessu stigi er erfitt að spá um afleiðingar þess á far- þegafjöldann. — Hafa forráðamenn Flugleiða ástæðu til að óttast um réttindi félagsins, sem það hefur hingað til notið í Luxemborg? Fréttir eru sagðar af áhuga Luxemborgar- Áð á Keflavíkurflugvelli. innanlandsflugs. Ástæöurnar fyrir hallarekstri eru tvenns konar, annars vegar áhrif innanlands og hins vegar utanaðsteðjandi áhrif. Óðaverðbólgan hér á (slandi leikur okkur afar grátt. Við erum í svipaðri aðstöðu og útflutningsat- vinnuvegirnir en njótum að sjálf- sögðu engra styrkja eða milli- færslna eins og sumir aörir at- vinnuvegir hér njóta. Það má segja að umfram- eða viðbótarkostn- aður okkar vegna óðaverðbólg- unnar skipti hundruðum milljóna króna á ári. Fargjöldum í innanlandsflugi er haldiö niöri, þar sem sú starfsemi er háö verðlagsákvæðum. Á síðastliðnum fjórum árum héfur raunverulegt tap félagsins á þess- ari starfsemi numið um 1 milljaröi kr. á núgildi peninga. Hvað Atlantshafsflugi viðvíkur, þá er það staðreynd, að sam- keppni þar hefur farið mjög vax- andi með tilkomu mjög frjálslyndr- ar stefnu Bandaríkjanna í flugmál- um, sem leitt hefur það af sér, að fjöldi nýrra félaga hefur fengið leyfi til flugs á hafinu jafnframt því, sem fargjöldum hefur verið þrýst niður á viö. Þar sem taprekstur hefur veriö á öllum flugleiðum er ekki um það að ^pæðá að tap hafi verið unnið upp, þ.e.a.s. tap á einni leið unnið upp með hagnaði á annarri leið eða öðrum þætti í flugrekstr- inum. — Var það tímabær ákvörðun í Ijósi þessarar útkomu að hefja flug til nýs áfangastaðar vestan hafs, Baltimore í Bandaríkjunum, á sl. hausti? Er ef til vill fyrirhugað 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.