Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 30

Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 30
ad utan Kapphlaupið um olíulindir Kínverja stendur sem hæst Samkeppnin er hörð og fjöldi olíufé- laga stendur í leyni- legum viðræðum við kínversk stjórnvöld um samstarf við leit að olíu í Kína og vinnslu hennar Sendinefndir frá öllum helztu olíufélögum heims hafa verið í leynilegum heimsóknum í Kína undanfarið til að ræða möguleika á að nýta olíuauðlindirnar á land- grunninu undan strönd landsins. Olíufélög í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan hafa mjög sótzt eftir réttindum til olíuborana hjá Kín- verjum og ekki er talið ólíklegt að meiriháttar samningar þar um veröi gerðir milli kínverskra stjórn- valda og bandarískra aðila innan tíðar. Bandarískur jarðfræðingur, sem unnið hefur að olíuleit fyrir Kín- verja með ströndum fram séu að magni til alls ekki minni en sann- anlega hefur verið talið finnanlegt í Bandaríkjunum. En Suður-Kína- haf er eitt út af fyrir sig álíka stórt og hafsvæðið yfir öllu landgrunni Bandaríkjanna Atlantshafsmegin. Einn af forstjórum rannsóknarfyr- irtækis Philips Petroleum Co. telur að litlar eða engar rannsóknir hafi enn sem komið er farið fram á Suður-Kínahafssvæðinu og því sé erfitt að spá nokkru um hugsan- lega olíu eða gas þar. Mjög óljóst er líka um gæði olíunnar. Mikið af því, sem Kín- verjar hafa þegar nýtt ,,er óttalegt skolp" eins og japanskur sér- fræðingur hefur orðað það. Kín- versk olía, sem nú er flutt út til Japan, er geysiþung, þykk sem vax, og nýtist ekki nema sem gróf brennsluolía ef hún er ekki brotin niður með efnagreiningu. Þó binda menn nokkrar vonir við að fínni olía og léttari finnist á hafs- botninum við Kína. „Spennandi olíuleitarsvæði" Þrátt fyrir alla þessa óvissuþætti hafa sérfræðingar bandaríska utanríkisráðuneytisins áætlað að olíurannsóknir Kínverja á Austur-- Kínahafi, Suður-Kínahafi og Gula- hafi gætu skapað viðskipti upp á 50 milljarða dollara í verktaka- framkvæmdum og vinnslu. Rann- sóknir á þessum svæðum hafa þegar verið hafnar í einhverjum mæli, samkvæmt fréttum, er borizt hafa frá Kína. ,,Kína er mjög spennandi olíu- leitarsvæði og allir vilja reyna sig þar", segja talsmenn olíufélaga. Meðal félaga, sem standa í samn- ingaumleitunum við Kínverja um olíuleit, eru Exxon, ,j?hilips Petroleum, Pennzoil og Mobil, svo að nokkur séu nefnd. Ennfremur British Petroleum í Bretlandi, ENI á (talíu, ELF Aquitaine í Frakklandi, Deminex í Þýzkalandi, Shell í Hol- landi og Saga Petroleum í Noregi. Þá koma japönsk olíufyrirtæki þarna einnig mjög við sögu. Það er rauði þráðurinn í öllum viðskiptum Kínverja að halda samningum leyndum. Fyrirtækin, sem eru nú að keppast um að ná samningum, hafa gætt sín á að halda þessa reglu. Þaö hefur þó þótt koma í Ijós, að Kínverjar séu harðari samningamenn en marg- an hafði grunað. Til dæmis eru Kínverjar staðráðnir í að hafa eins 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.