Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 33

Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 33
gjöld sem eru svo lág að vart er staðið undir kostnaði, og jafnvel langt undir því. Sem dæmi má nefna, að Texas International Airlines seldi fyrir skömmu fargjald á milli Las Vegas og Dallas Fort Worth fram og til baka, staðfesta bókun á aðeins 39 cent (US $). Og í desember sl. borgaði Air Florida 350 farþegum jafnvirði eins bandaríkjadals hverjum fyrir að fljúga með félaginu fram og til baka í fyrstu ferð félagsins á nýrri flugleið, Miami/Ft. Lauderdale til Bahamaeyja. Já, trúi þessu hver sem vill, en sem stendur virðast þetta ekki óalgengar brellur til að kynna nýj- ar flugleiðir í því fargjaldastríði sem nú ríkir. Bitnar þetta á viðhaldi? En einhversstaðar hlýtur taþið á of lágum fargjöldum að koma niöur. Búið er að rugla svo dóm- greind almennings í þessum mál- um, að fólk lítur orðið aðeins á lægstu töluna, en athugar hins- vegar ekki stór atriði, s.s. þjónustu um borð, hvort settir eru 500 far- þegar í vél í stað 350 og einnig er það sþurning hvort of lág fargjöld komi ekki niður á viðhaldi og endurnýjun flugvélanna. Eða eins og Bruce Haxthausen upplýsinga- fulltrúi Pan Am sagði, ,,Við getum ekki fjárfest í nýjum flugvélum á meöan aðaláherslan er lögð á að flytja farþega sem greiða 5 cent á hverja flogna mílu. Það þyrftu að vera minnst 10-19 cent til að það myndi borga sig að fara út í nýjar fjárfestingar". Það hefur heldur ekki bætt stöðu áætlunarflugfélaganna að nú hafa leiguflugfélög eins og World Airways, Capitol Inter- national Airways og Trans Intern- ational Airlines fengið leyfi til áætlunarflugs. Þetta leyfi fengu félögin með skírskotun til breyttra reglna C.A.B.-nefndarinnar. Hyggst t.d. World Airways hefja reglubundið flug í maí nk. frá fimm bandarískum borgum til Amster- dam á mjög hagkvæmum far- gjöldum, að eigin sögn. Er nú svo komið í flestum tilfell- um aö flugfélög geta lækkað far- gjöld sín innan Bandaríkjanna allt að 70% og hækkað þau allt að 5% án þess að til komi samþykki bandarískra flugmálayfirvalda. Staða Flugleiða Flugleiðir hafa ekki farið var- hluta af hinni hörðu samkeppni sem háð er á N-Atlantshafinu í dag. Félagið er ekki stórt í saman- burði við marga keppinautana, en stærðin segir ekki allt. Árið 1977 voru Flugleiðir með bestu sæta- nýtingu þeirra flugfélaga sem flugu þessa leið, eða 75.5%, en sl. ár var sætanýtingin 79.1% sem er meö því besta sem gerist nú. Loft- leiðir buðu um árabil lægstu far- gjöld sem þekktust á Atlantshafs- leiðinni. oa nvtur félaaið enn viðurkenningar sem brautryðjandi á þessu sviði. Miðað við önnur flugfélög bjóða Flugleiðir nú mjög lág fargjöld á N-Atlantshafinu, og er fargjaldið New York—Luxem- borg fram og aftur nú $ 299, en flugfélögin National og KLM bjóða New York—Amsterdam, fram og aftur fyrir $ 263 (sérfargjald). New York—London býður hinsvegar Freddy Laker fyrir $ 250-260, og er það án ýmissar þjónustu sem t.d. Flugleiðir veita. Má þar telja mat og vín sem verður að greiða fyrir aukalega sé flogið með Skytrain Laker’s, auk þess sem hann selur farmiöana einungis í eigin skrif- stofum og sölubásum, á meðan hægt er að kaupa farmiða með áætlunarflugfélögum eins og Flugleiðum á öllum ferðaskrifstof- um og eigin söluskrifstofum. I maí nk. mun Air France bjóða nýtt fargjald á flugleiðinni New York—Paris (vacation fare), og er það $ 363 fram og til baka. Þrátt fyrir aö þetta sé í áætlunarflugi ætlar félagið að skella 500 farþeg- um í Boeing 747S sem vanalega tekur 389 farþega, og veitingarnar verða ,,box dinner”, eða einfaldur matarpakki í stað hins margróm- aða matseðils Air France. Að vísu geta tilvonandi farþegar félagsins fengið ögn betri viðurgjörning og meira fótarými fyrir lítið meiri pen- ing ef þeir bóka farið með 30 daga fyrirvara, og kemur þá til svokallað APEX fargjald. Fyrir ekki löngu missti banda- ríska fluqfélaqió Pan Am flugleyfi 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.