Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 48
„Á árunum 1969-1978 hefur inn
Stefán: „Á sama tíma og innflutningur frá Japan hefur auklzt um 619%
hefur aukning í útflutningi okkar þangað orðið um 858%.“
F.V.: — Hvert má telja raun-
verulegt upphaf viðskipta fslands
og Japana og hver hefur fram-
vinda þeirra orðið í stórum drátt-
um á undanförnum árum?
Stefán: — Vart er hægt að tala
um nokkur viðskipti að ráði milli
landanna fyrr en skömmu fyrir
1960. Þessi viðskipti voru um ára-
bil mjög einhliða. Upp úr 1960
jókst innflutningur frá Japan ákaf-
lega ört; þannig jókst hann á ár-
unum 1961-1966 úr68.6 m. ísl. kr. í
263.9 m. ísl. kr., eða um 284.5% en
á sama tímabili jókst verðmæti
heildarinnflutningsins um 112.4%.
Á þessi stórfellda aukning í kaup-
um íslendinga frá Japan á nefndu
tímabili sjálfsagt m.a. rætur að
rekja til þeirrar stefnu í innflutn-
ingsmálum sem tekin var upp
1960, að fjölga vörutegundum á
frílista og stækka innflutnings-
kvóta, svo og þess, að hin geysi-
lega uppbygging Japana á sviði
framleiðslu og iðnaðar gerði þeim
kleift að stórauka útflutningsverzl-
unina.
Á árunum 1969 til 1973 er stöö-
ug aukning í innflutningi Japana til
Islands hlutfallslega miðað við
önnur lönd og eru þeir komnir í
sjöunda sæti þjóða, er selja vörur
til íslands áriö 1973, frá því að vera
í ellefta sæti árið 1969. Um 174,5%
aukning varð í innflutningi þeirra
frá 1972 til 1973 miðað við verö-
mæti í bandaríkjadollurum á þeim
tíma, en innflutningsverðmætin
námu um 795 millj. ís. kr. 1972 (4%
af heildarinnflutningnum) og
2.241 millj. ísl. kr. 1973 (7.1% af
heildarinnflutningnum.) Þetta
mikla stökk átti fyrst og fremst
rætur að rekja til hinna tíu togara,
sem keyptir voru frá Japan á
þessum tíma.
Aðrar vörur, sem keyptar hafa
veriö frá Japan, eru flutningatæki
ýmiss konar, einkum bílar, hjól-
barðar, veiðarfæri, vefnaðarvörur,
rafmagnsvörur, sjónvörp o.þ.h.,
ýmsar iðnaðarvörur o.fl.
Frá 1974 til loka 1978 hefur
hlutur Japan í innflutningi okkar
miðað við aðrar þjóðir verið nokk-
uð breytilegur frá ári til árs. Hann
er 2.7% heildarinnflutningsins
1974, 2.3% 1975, 4.1% 1976, 3.2%
1977 og 3.4% 1978 miðað við
verðmæti í Bandaríkjadollurum á
meðalgengi hvers árs fyrir sig.
Um útflutning til Japan er ekki
að ræða fyrr en lítilsháttar sala á
síldarlýsi átti sér stað seint á árinu
1966.
Það var árið 1967, aö fyrstu
loðnusýnishornin voru send til
Japans. í framhaldi af því voru svo
seld 500 tonn næsta ár. Ennfremur
voru þá seld fryst hrogn á þennan
markað, þó ekki loðnuhrogn. Það
er árið 1973, að fyrst tekst að selja
loðnuhrogn í umtalsverðum mæli.
Árið 1971 hefst útflutningur á
frystum hvalafurðum til Japans.
Tilkoma hins nýja markaðs kom
sér ákaflega vel á þeim tíma, þar
sem innflutningshömlur höfðu
verið settar í aðalmarkaðslandinu,
þ.e. Bretlandi, en þær voru fólgnar
í því, að innflutningur afuröa
reyðarhvals voru bannaðar. Þessi
viðskipti við Japan þróuðust
þannig, að frá 1973 hafa allar
frystar hvalafurðir farið á þann
markað. Á þessu tímabili hefur
vinnsla hvalafurðanna tekið þeim
breytingum, að nýting aflans hefur
í vaxandi mæli farið til frystingar en
hvalmjöls- og lýsisframleiðslan
minnkað hlutfallslega, sem því
hefur numið. Er þetta að sjálf-
sögðu jákvæð þróun, þar sem þær
hvalafurðir, sem Japanir kaupa
héðan, fara allar til manneldis.
Á árunum 1969 til 1972 er stöð-
ug aukning í útflutningi til Japans
en 1973 verður stökkbreyting. Þá
eykst útflutningurinn úr um 136
millj. ísl. kr. 1972 í um 742 millj. ísl.
kr. 1973. (Þ.e. úr því að vera 0.8%
heildarútflutnings 1972 í 2.9%
1973) og aftur 1974, þegar hann
verður að verðmæti 1.369 millj. kr.
eða 4.2% heildarútflutningsins
umreiknað út frá Bandaríkjadoll-
urum á meðalgengi hvers árs. Árið
1975 verður talsverö minnkun en
þá er útflutningurinn að verðmæti
435.1 millj. ísl. kr. eða 0.9% heild-