Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 48

Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 48
„Á árunum 1969-1978 hefur inn Stefán: „Á sama tíma og innflutningur frá Japan hefur auklzt um 619% hefur aukning í útflutningi okkar þangað orðið um 858%.“ F.V.: — Hvert má telja raun- verulegt upphaf viðskipta fslands og Japana og hver hefur fram- vinda þeirra orðið í stórum drátt- um á undanförnum árum? Stefán: — Vart er hægt að tala um nokkur viðskipti að ráði milli landanna fyrr en skömmu fyrir 1960. Þessi viðskipti voru um ára- bil mjög einhliða. Upp úr 1960 jókst innflutningur frá Japan ákaf- lega ört; þannig jókst hann á ár- unum 1961-1966 úr68.6 m. ísl. kr. í 263.9 m. ísl. kr., eða um 284.5% en á sama tímabili jókst verðmæti heildarinnflutningsins um 112.4%. Á þessi stórfellda aukning í kaup- um íslendinga frá Japan á nefndu tímabili sjálfsagt m.a. rætur að rekja til þeirrar stefnu í innflutn- ingsmálum sem tekin var upp 1960, að fjölga vörutegundum á frílista og stækka innflutnings- kvóta, svo og þess, að hin geysi- lega uppbygging Japana á sviði framleiðslu og iðnaðar gerði þeim kleift að stórauka útflutningsverzl- unina. Á árunum 1969 til 1973 er stöö- ug aukning í innflutningi Japana til Islands hlutfallslega miðað við önnur lönd og eru þeir komnir í sjöunda sæti þjóða, er selja vörur til íslands áriö 1973, frá því að vera í ellefta sæti árið 1969. Um 174,5% aukning varð í innflutningi þeirra frá 1972 til 1973 miðað við verö- mæti í bandaríkjadollurum á þeim tíma, en innflutningsverðmætin námu um 795 millj. ís. kr. 1972 (4% af heildarinnflutningnum) og 2.241 millj. ísl. kr. 1973 (7.1% af heildarinnflutningnum.) Þetta mikla stökk átti fyrst og fremst rætur að rekja til hinna tíu togara, sem keyptir voru frá Japan á þessum tíma. Aðrar vörur, sem keyptar hafa veriö frá Japan, eru flutningatæki ýmiss konar, einkum bílar, hjól- barðar, veiðarfæri, vefnaðarvörur, rafmagnsvörur, sjónvörp o.þ.h., ýmsar iðnaðarvörur o.fl. Frá 1974 til loka 1978 hefur hlutur Japan í innflutningi okkar miðað við aðrar þjóðir verið nokk- uð breytilegur frá ári til árs. Hann er 2.7% heildarinnflutningsins 1974, 2.3% 1975, 4.1% 1976, 3.2% 1977 og 3.4% 1978 miðað við verðmæti í Bandaríkjadollurum á meðalgengi hvers árs fyrir sig. Um útflutning til Japan er ekki að ræða fyrr en lítilsháttar sala á síldarlýsi átti sér stað seint á árinu 1966. Það var árið 1967, aö fyrstu loðnusýnishornin voru send til Japans. í framhaldi af því voru svo seld 500 tonn næsta ár. Ennfremur voru þá seld fryst hrogn á þennan markað, þó ekki loðnuhrogn. Það er árið 1973, að fyrst tekst að selja loðnuhrogn í umtalsverðum mæli. Árið 1971 hefst útflutningur á frystum hvalafurðum til Japans. Tilkoma hins nýja markaðs kom sér ákaflega vel á þeim tíma, þar sem innflutningshömlur höfðu verið settar í aðalmarkaðslandinu, þ.e. Bretlandi, en þær voru fólgnar í því, að innflutningur afuröa reyðarhvals voru bannaðar. Þessi viðskipti við Japan þróuðust þannig, að frá 1973 hafa allar frystar hvalafurðir farið á þann markað. Á þessu tímabili hefur vinnsla hvalafurðanna tekið þeim breytingum, að nýting aflans hefur í vaxandi mæli farið til frystingar en hvalmjöls- og lýsisframleiðslan minnkað hlutfallslega, sem því hefur numið. Er þetta að sjálf- sögðu jákvæð þróun, þar sem þær hvalafurðir, sem Japanir kaupa héðan, fara allar til manneldis. Á árunum 1969 til 1972 er stöð- ug aukning í útflutningi til Japans en 1973 verður stökkbreyting. Þá eykst útflutningurinn úr um 136 millj. ísl. kr. 1972 í um 742 millj. ísl. kr. 1973. (Þ.e. úr því að vera 0.8% heildarútflutnings 1972 í 2.9% 1973) og aftur 1974, þegar hann verður að verðmæti 1.369 millj. kr. eða 4.2% heildarútflutningsins umreiknað út frá Bandaríkjadoll- urum á meðalgengi hvers árs. Árið 1975 verður talsverö minnkun en þá er útflutningurinn að verðmæti 435.1 millj. ísl. kr. eða 0.9% heild-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.