Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 49

Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 49
flutningur frá Japan aukist um 619% Viðtal við Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóra í viðskiptaráöuneytinu um þróun viðskipta milli Islands og Japans á undanförnum árum arútflutningsins. Orsök þess var í raun og veru offramleiðsla eða of- framboö framleiöslulandanna. Árió 1976 nemur hann 1.5% heild- arútflutningsins, 1977 1,7% og 1978 1.6%. Auk þeirra útflutningsvara, sem áður hafa verið nefndar og farið hafa á Jaþansmarkaö, má nefna ullar- og þrjónavörur, lagmeti, ál, skinn og raekju. Þessar vörur eru þó lítill hluti í heildarútflutningum til Jaþan enn sem komið er, nema álflutningurinn á s.l. ári, sem nam að verðmæti 306 millj. ísl. kr. eða 11.1% af heildarútflutningnum til Jagan það ár. F.V.: — Um hvað munar mest í innflutningi frá Japan nú, hvaða sæti skipar Japan af seljendum vöru til íslands og um hvaða upp- hæðir hefur verið að tefla síðustu árin í innflutningi frá Japan? Stefán: — Lang stærsti vöru- flokkurinn í innflutningnum frá Japan er nú bifreiðar og önnur flutningatæki. Þar næst koma fjar- skiptatæki, þ.e. sjónvörp, hljóm- flutningstæki o.þ.h. Japanir voru níundu í röðinni þeirra þjóða, sem fluttu inn til ís- lands á s.l. ári, miðað við verð- mæti. Árið 1975 nam verðmæti inn- flutningsins um 1734 millj. ísl. kr., 1976 um 3481 millj. ísl. kr., 1977 um 3852 millj. kr., 1978 um 6248 millj. ísl. kr. Á tímabilinu 1969 til 1978 hefur aukningin orðið um 619% um- reiknað í Bandaríkjadollar á meðalgengi hvers árs fyrir sig. F.V.: — I hvaða sæti er Japan af kaupendum íslenskra afurða, hvaða vörur eru aðallega seldar til Japan og hvert er verðmæti þeirra? Stefán: — Japanir eru sautjándu í röðinni þeirra þjóöa, sem mest keyptu af okkur á árinu 1978. Eins og áður hefur verið drepió á, eru loðnuafuröir og frystar hvalafurðir helstu útflutningsvörur okkar á Japansmarkað og hafa raunar verið frá því útflutningur til Japans hófst. Að því er snertir hvalafurðirnar hafa viðskiptin ver- ið stöðug og vaxandi, m.a. vegna aukinnar nýtingar aflans til vinnslu í frystingu, eins og áður hefur verið vikið að. Verðmæti þeirra námu um 432 millj. ísl. kr. 1976, um 628 millj. ísl. kr. 1977 og um 1105 millj. ísl. kr. 1978. Loðnuviðskiptin hafa aftur á móti gengiö í sveiflum. í því sam- bandi skal bent á, að áriö 1976 nam verðmæti frystrar loðnu til Japans um 529 millj. ísl. kr., 1977 um 610 millj. ísl. kr. en 1978 aðeins um 22 millj. ísl. kr. Þessi mikli samdráttur í útflutningnum í fyrra varð vegna þess, að loðnan gekk og sú loðna, sem markaðurinn vill fyrst og fremst kaupa í miklum mæli á viöunandi verðum, var ekki fyrir hendi, en hann sækist fyrst og fremst eftir hrygnum af vissum stærðum, þyngd, lengd, hrogna- innihaldi o.s.frv., þ.e. markaöurinn gerir ákveönar og mjög strangar stærða- og gæðakröfur. Og eins og nú horfir á yfirstandandi vertíð, er svipað upp á teningunum, hvað það snertir að ekki verður hægt að ^uppfylla gerða samninga um hrognasölu. Aftur á móti hefur tekist aö þróa og bæta loðnuhrognavinnsluna hérlendis svo, að hún hefur stöð- ugt farið vaxandi, eins og sést á því, að áriö 1976 er verðmæti loðnuhrognanna til Japans um 141 millj. ísl. kr., 1977 um 360 millj. ísl. kr. og 1978 um 1094 millj. fsl. kr. Annars er athyglisvert, að á meðan innflutningurinn frá Japan hefur aukist um 619% á árunum 1969-1978, eins og áður hefur verið greint frá, hefur útflutning- urinn aukist um 8548% á sama tíma. Eru þá verðmætin umreikn- uð í Bandaríkjadollara á meðal- gengi hvers árs. F.V.: — Hafa Japanir sýnt áhuga á að auka fjölbreytni í vörukaupum sínum frá Islandi? Eigum við að leggja áherslu á kynningu annarra vörutegunda en nú eru seldar á Japansmarkað? Stefán: — Já, vissulega hafa Japanir sýnt áhuga fyrir kaupum á öðrum vörum en hér á undan hafa aðallega verið til umræöu, og eru á boöstólnum. Það sem oftast hefur ráðið úrslitum, þegar ekki hefur gengið saman milli kaupanda og seljanda undir slíkum kringum- stæðum, hafa verið söluverðin. Slíkum viðskiptamöguleikum er haldið vakandi bæði af kaupend- um í Japan og seljendum hér t.d. meö sendingu sýnishorna og öðr- um athugunum. Ég hygg að út- • Japanir voru íníunda sæti afþeim þjóðum, sem fluttu inn til íslands á sl. ári, miöað við verð- mæti. • Japanir eru sautjándu í röðinni þeirra þjóða, sem mest keyptu af okkur árið 1978. • fslendingar eru brautryðjendur í sölu loðnu- hrogna til Japan. • Langstærsti vöruflokkurinn í innflutningi frá Japan er nú bifreiðar og önnur flutningatæki. 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.