Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Qupperneq 54

Frjáls verslun - 01.03.1979, Qupperneq 54
Japanskir bílar Toyota-verksmiðjurnar eru einnig mjög kröfuharðar hvað varöar alla þjónustu, og senda þær því menn reglulega til eftirlits. Nú er einnig verið að koma á fót þjálfunarstöð fyrir viðgerða- og tæknimenn í Grikklandi, og kemur Toyota-um- boðið á íslandi jafnvel til með að senda starfsmenn sína þangaö. Margir kunna að undrast yfir staðsetningu þjálfunarstöðvarinn- ar, en skýringuna er að finna í því að frá Grikklandi er auðvelt aö þjóna bæði Evrópu og Arabalönd- unum, en þar er gífurlega stór markaður, og þá sérstaklega í hinum olíuauöugari löndum. „Einnig höfum við unnið að bættri verkstæðisþjónustu", sagði Páll, ,,og nýveriö tókum við í notk- un 800 fm verkstæðishúsnæði sem búið er fullkomnum lyftum og rafeindastillitækjum, auk búnaðar til almennra viðgerða og réttinga." Fámennt starfslið miðað við afköst Toyota verksmiðjurnar voru stofnaðar 1926, og var þá aðal- framleiðslan spunavélar og reið- hjól. Árið 1935 kom hinsvegar fyrsti bíllinn á markaðinn, og sl. ár var framleiöslan komin í 2.9 millj. bifreiðar, sagði Páll. Toyota er stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Japan, en hefur þó ekki á að skipa nema 48.500 starfsmönnum. Þar af eru 40.000 verkamenn, og 8.500 manns vinna við ýmis tækni- og skrifstofustörf. Þennan ótrúlega lága starfsmannafjölda má þakka háþróaöri tækni viö framleiðsluna og nákvæmu skipulagi. Verk- smiðjurnar eru staðsettar í borg- inni Nagoya, um 500 km suðvestur af Tokyo. Alls eru verksmiðjurnar 5, þar af ein sem eingöngu fram- leiðir mótora, en í hinum fjórum eru framleiddar þær 80 gerðir af Toyota bifreiðum sem eru á mark- aðnum í dag um víða veröld. Páll sagöi að Toyota verk- smiðjurnar hefðu lagt ríka áherslu á góð samskipti við almenning í Japan, og mætti geta þess nú á ári barnsins, að á sl. 10 árum hefði fyrirtækið gefiö út 35 milljónir lit- bæklinga til umferðarfræðslu barna og kostað til þess jafnvirði 3.3 milljöröum króna. Ný bifreið á markaðinn hér í vor Fyrir stuttu kom á markaðinn nýtt módel frá Toyota sem markar tímamót í sögu fyrirtækisins í þau 44 ár sem það hefur framleitt bíla. Þetta er Toyota Tercel, sá fyrsti með framhjóladrifi og nýrri tegund 1500 cc mótors sem eyðir 20% Litið inn hjá Heild- verzlun Ingvars Helgasonar, sem flyt- ur inn japanska bfla af gerðunum Datsun og Subaru. Heildverzlun Ingvars Helgason- ar hóf innflutning á japönskum bílum árið 1971, en þá hafði fyrir- tækið flutt inn a-þýska Trabant- bíla um 8 ára skeið. I fyrstu voru aðeins fluttir inn bíiar af tegund- inni Datsun, en 1976 hófst einnig innflutningur á japönsku bílateg- undinni Subaru, en verksmiðjur beggja þessara tegunda eru í eigu sama auðhringsins í Japan. Flytur umboðið nú inn 600-800 bíla jap- anska á ári. Datsun Alls framleiða Datsun-verk- smiðjurnar nú um 70 gerðir af bíl- um, og eru þar af 7 gerðir á boð- stólum hér. Er kappkostað að veita þessum gerðum stöðuga vara- hlutaþjónustu. Aðrar gerðir af Datsun-bílum má síðan sérpanta, svo og varahluti. Nú um þessar mundir er umboðið aö fá nýja gerð af Datsun, Datsun Cherry, fram- hjóladrifinn smábíl, sem er mjög rúmur að innan og því hentugur stóru fólki. Að sögn Helga minna en sambærilegir mótorar. Samkvæmt opinberri prófun í Japan er bensíneyðsla 6.0 Itr/pr 100 km miðað viö 60 km meðal- hraða. ,,Við búumst við fyrstu bíl- unum af þessari tegund hingað í vor, og gæti verðið orðið kringum 4 millj. króna", sagði Páll Samúelsson að lokum. Ingvarssonar, sölustjóra, hefur þessi bíll slegið í gegn hvarvetna sem hann hefur verið kynntur, en verö bílsins hér er áætlað 3.5-3.8 millj. króna. Datsun-bílar eru fluttir hingað í gegnum umboðsaðila í Danmörku, og er afgreiðslufrestur 1-3 vikur. Subaru Þó stutt sé síöan innflutningur hófst á Subaru, nýtur þessi tegund samt mikilla vinsælda hér, og vinnur stöðugt á að sögn innflytj- anda. Bílarnir eru ýmist búnir fjór- hjóla eða framhjóladrifi og hafa reynst ákaflega sterkir miðað við íslenskar aðstæður. Bílarnir eru fluttir beint frá Japan, sem þýðir að umboðið verður að panta bílana meö u.þ.b. 6 mánaða fyrirvara, en hingað til lands koma síðan 25-50 bílar á eins til tveggja mánaða fresti. Subaru er sérlega hentugur aö því leyti að marga hina sömu varahluti má nota í allar útgáfur bílsins, s.s. bretti, húdd, vélar, auk flest allra drifhluta og smærri varahluta. Það er stefna fyrirtækisins að hafa alltaf eitthvaö af bílum á lag- er, og er því afgreiðslufrestur á Subaru ekki nema 1-2 vikur. Helgi Ingvarsson sagði aö þrátt fyrir að Subaru væri fluttur milli- liðalaust frá Japan, væri hann stórefins að beinn innflutningur þýddi lægra verö á bílum, því t.d. í SELJA 800-1000 BÍLA Á ÁRI 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.