Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 59

Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 59
Belgíu, en Sharp í V-Þýskalandi, og starfa hjá fyrirtækinu um 200 manns við dreifingu. Höfuðstöðv- ar Pioneer eru í Tokyo. Sagði Bjarni, að Pioneer fyrirtækið væri stærsti framleiðandi í heimi á sviði hljómflutningstækja. Fyrirtækiö er einnig mjög framarlega í fram- leiðslu HIFI stereo bílaútvarpa. Sharp risafyrirtækið framleiðir ekki eingöngu hljómflutningstæki og sjónvörp, að sögn Bjarna held- ur einnig vasareiknivélar, reikni- vélar, heimilistæki s.s. ísskápa, eldavélar og fleira. Sharp er fyrsta fyrirtækið sem framleiðir sólarraf- hlöður, og hefur Karnabær selt vasareiknivélar með sólarrafhlöð- um. Mesta áherslan hefur verið lögð á sjónvarpstækin frá Sharp, og sagði Bjarni að sala þeirra hefði gengið mjög vel. Einnig var Sharp fyrirtækið fyrst með framleiðslu vasareiknivéla, sem slökkva á sér sjálfar eftir þrjár mín. eftir að notk- un lýkur, gleymi notandinn sjálfur að slökkva á henni. TTK fyrirtækið er stærsti fram- leiðandi segulbandsspóla í Japan, að sögn Bjarna, og má geta þess að lokum, að nýlega kom á mark- aðinn spólur frá fyrirtækinu með meiri tóngæðum, en áður hafa þekkst. Sjónvarp með tölvustýrðri litsamhæfingu Einar Farestveit & Co. hf. hefur átt viðskipti við Japan í rúmlega átta ár. Hefur fyrirtækið flutt inn hljómflutningstæki, sjónvörp og fleira frá japanska fyrirtækinu Toshiba, en þetta fyrirtæki er næst stærsta fyrirtæki í Japan og framleiðir allt frá rafhlöðum og upp í kjarnorkustöðvar. Starfsfólk fyrirtækisins er 180 þúsund manns, og gefur það glögga mynd af stærð fyrirtækisins. Hluti þeirra tækja, sem notuð voru í Búrfells- virkjun kom frá þessu japanska risafyrirtæki. Arthur Farestveit, verslunar- stjóri, sagði að Toshiba fyrirtækið væri íeinkaeign, og væri það orðið eitt hundrað ára gamalt. Er fyrir- tækið með framleiðslu í Japan og víða um heiminn. Keypti Toshiba fyrirtækið m.a. Rank verksmiöj- urnar í Bretlandi og yfirtóku rekst- ur þeirra s.l. haust. Toshiba fyrirtækið framleiðir milli 30-35% af öllum myndlömp- um í sjónvörp, sem notaöir eru í heiminum, að sögn Arthurs. Þegar Einar Farestveit hóf innflutning frá Japan byrjaði hann á aö flytja inn sjónvarpstæki, en síöan bættust hljómflutningstækin við. Fyrirtæk- ið selur nú hljómflutningstæki af ýmsum gerðum frá Toshiba m.a. sambyggð tæki. Einar Farestveit & Co. hf. hefur einnig selt vasa- reiknivélar, reiknivélar, mynd- segulbandstæki og infra-rauða ofna frá Toshiba. Þau Toshiba litsjónvarpstæki, sem Einar Farestveit & Co. hf. býður nú upp á eru 14“, 18“ og 20“, en japanskir framleiðendur hafa ekki leyfi til að selja stærri tæki en 20“ á Evrópumarkaði vegna samkeppni. Arthur sagði, að nú væri komið á markaðinn mjög fullkomin Toshiba sjónvarpstæki, Black Stribe 2, sem er með tölvustýrðri litsamhæfingu, sem tryggir hreinni og skærari liti, og hefur Einar Farestveit & Co. hf. verið með þessi tæki til sölu frá áramótum. Einar Farestveit & Co. hf. hefur pantað vörur frá fyrirtækinu í gegnum aðalskrifstofu Toshiba í Evrópu, en hún er í Frankfurt í V— Þýskalandi. Þar fer einnig fram gæöaeftirlit fyrir vörur sem fara á Evrópumarkaö. 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.