Frjáls verslun - 01.03.1979, Side 60
Veruleg viðskipti við Japan í 10 ár
Radíóbúðin á viðskipti við mörg
lönd, þ. á m. Japan, Vestur—
Þýskaland, Danmörku, Bandarík-
in, Taiwan og Kína. I tæp 10 ár
hefur Radíóbúðin átt veruleg við-
skipti við Japan, en fyrirtækið
flytur inn þaðan Crown hljóm-
flutningstæki og sjónvörp . og
Roadstar bílaútvörp, ásamt fleiri
vörum.
Aðalstöðvar Crown verksmiðj-
anna eru í Tokyo. Grímur Laxdal,
framkvæmdastjóri Radíóbúöar-
innar sagði, að Crown verksmiðj-
urnar hefðu slegið öðrum fram-
leiðendum við í framleiðslu sam-
byggðra hljómtækja, þar sem
magnari, útvarp, plötuspilari,
segulband og hátalarar eru sam-
byggð í einu tæki. Crown verk-
smiðjurnar framleiða allflest á sviði
hljómtækja, en Roadstar fyrirtækiö
framleiðir eingöngu bílaútvörp og
hluti tengda þeim. Hefur Radíó-
búðin flutt inn Roadstar bílaútvörp
í tvö ár.
Grímur Laxdal sagði, að á síð-
asta ári hefði hlutur Crown hljóm-
flutningstækja veriö 40% á hljóm-
flutningstækjamarkaðnum hér. Er
F.V. spurði hverju það sætti, sagði
hann að þar kæmi fyrst til hag-
stæður innflutningsmáti, og auk
þess tæki fyrirtækið verulegt
magn í einu, og gerði fasta áætlun
um innkaup fyrir árið og lauslega
áætlun fyrir næsta ár á eftir.
Þannig hefði Radíóbúðin getað
náð hagstæðu verði hjá japönsku
verksmiðjunum.
Crown hljómflutningstækin eru
flutt frá Japan með Síberíulestinni
til Rússlands, sem er ekki dýr
flutningaleið, en þaðan eru þau
flutt til Þýskalands og áfram til (s-
lands. Sagði Grímur, að Radíó-
búðin flytti inn verulegt magn í
einu eða milli 100 og 200 tæki.
Sagði Grímur einnig, að Radíó-
búðin gæti því boðið viðskiptavin-
um sínum gott verð miðað við
gæðin. Það væri miklu auðveldara
aö ná verðinu upp en ná því niður,
en tækist það næðist góður ár-
angur, eins og komið hefur í Ijós
við sölu Crown hljómflutnings-
tækjanna.
Á þessu ári mun Radíóbúðin
einnig flytja Roadstar bílaútvörpin
beint frá Japan til að ná hagstæð-
ara verði, en hingað til hafa þau
verið flutt inn frá Bretlandi og
Þýzkalandi.
Meirihluti
Ijósmyndavéla
frá Japan
Meirihluti þeirra Ijósmyndavéla,
sem eru á markaðnum hér á landi
koma frá Japan. Mörg merki eru
þekkt eins og t.d. Konica, Olypus,
Nikon, Pentax, Canon, Minolta og
Yasica svo eitthvað sé nefnt.
Ýmsir aðilar flytja inn Ijósmynda-
vélar og tæki hér á landi, og aðrar
þær vörur er því tilheyra. Gevafoto
hf. umboðs- og heildverslun í
Sundaborg 1 er eitt þessara inn-
fiutningsfyrirtækja.
Gevafoto flytur inn Konica og
Olympus Ijósmyndavélar Chinon
kvikmyndavélar og Tamron linsur
frá Japan.
F.V. spjallaði við Björn Sveins-
son sölustjóra hjá Gevafoto. Sagði
hann, að Gevafoto hefði flutt inn
Konica Ijósmyndavélarnar í milli
15 og 20 ár. Konica og Olympus
Ijósmyndavélarnar eru fluttar inn
hingað til lands í gegn um dreif-
ingarmiðstöð fyrir Evrópumarkað í
V-Þýskalandi. Tamron linsurnar
eru aftur á móti fluttar inn beint frá
japanska framleiðandanum.
Gevafoto hefur nýlega tekið við
umboði fyrir Tamron fyrirtækið,
eða frá áramótum, en þetta fyrir-
tæki er einn stærsti linsuframleið-
andií Japan.
58