Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 75
Gestgjafinn —
vistlegur veitingastaður
Gestgjafinn heitir einkar vistlegur veitingastaður, eða nánar
tiltekið grillstaður, sem Pálmi Lórenzson rekur á Hlíðarvegi 1 í
Eyjum. Rúmt ár er liðið síðan þessi staður var opnaður og eru
þar sæti fyrir 65 í veitingasal á jarðhæð en einnig er aðstaða á
efri hæðinni, þannig að þar er hægt að taka á móti 25—30
manns til viðbótar. Geta menn fengið veitingar þar uppi, ef þeir
vilja snæða í ró og næði og ræða viðskiptaerindi á meðan.
Gestgjafinn er opinn kl. 9—23.30. Á matseðlinum eru margs
konar grillréttir en á sumrin, þegar ferðamannastraumurinn til
Eyja er í hámarki leggur Pálmi áherzlu á að hafa góðan fisk á
boðstólum. Við litum yfir matseðiiinn og sáum að Gestgjafinn
býður upp á turnbauta á 2340 kr., kótilettur á 1390, hamborg-
ararnir kosta 670 kr. og samlokur 950. Þetta eru aðeins nokkrir
af mörgum girnilegum réttum og smurðu brauði, sem eru á
matseðli hjá Gestgjafanum. Nokkurt millibilsástand hefur ríkt
í veitingamálum í Vestmannaeyjum eftir að rekstur hótelsins
lagðist niður. Enginn vínveitingastaður er starfandi þar, en að
sögn Pálma mun væntanlega verða breyting þar á innan tíðar,
því að bæjarstfómin mun hafa lagt blessun sína yfir að sam-
komuhúsið fái heimild til vínveitinga og eins hótelið, þegar
það tekur til starfa á ný.
L0KSINS
GETUM VIÐ
boöiö tónlistaráhugafólki banda-
rísku ALTEC hátalarana á góðu
verði.
Langflest leikhús, tónlistarsalir og
útvarpsstöðvar nota aðeins
ALTEC__________________________________
F EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BIRLiSTAUASTRÁ II 1» A Mml I699S.
■■
J* ÞETTA LÍST MÉR
)€Mf vel A
▲ Nafn:.....................
V HeimfetanB...............
Póstnúmar....
73