Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1979, Side 76

Frjáls verslun - 01.03.1979, Side 76
“Aðstaða matvöruverzlunarinnar hér í Vestmannaeyjum hefur alveg gjörbreytzt með tilkomu Herjólfs, sem kemur daglega með mjólkur- vörur og aðra viðkvæma matvöru frá Þorlákshöfn”, sagði Georg Hermannsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Vestmannaeyja, í við- tali við Frjálsa verzlun. Georg sagði, að miklu minna öryggi heföi verið í þessum flutn- ingum, þegar þeir voru á vegum Ríkisskips, — ferðir strjálli og þar af leiðandi hefðu gæði vörunnar, þegar hún barst til Eyja, engan veginn verið sambærileg við þaö sem nú gerist. Bílar með einangraða tengi- vagna frá Herjólfi fara daglega i mjólkursamsöluna í Reykjavík og taka þar mjólkurafurðir, sem kom- ið er fyrir í sérstöku mjólkurhólfi í vögnunum. Kælistigið helzt næst- um óbreytt alla leiðina til Eyja, en mjólkin er komin um borð í Herjólf í Þorlákshöfn rétt fyrir hádegi og um fjögurleytið í verzlanir í Eyjum. Áætlun Herjólfs hefur verið ákveðin með tilliti til þessara flutn- inga. Nú fer skipið daglega kl. 7,30 að morgni frá Eyjum og kemur til Þorlákshafnar kl. 10,45. Þaðan fer Herjólfur kl. 11,45 eða í síðasta lagi á hádegi og er í Vestmannaeyjum milli kl. 15 og 15,30. Georg: „Vestmannaeyingar fara um landið á bílum sínum elns og aðrir eftir að Herjólfur kom.“ Fleiri farþegar fóru sjóleið Geysileg samgöngubót Georg Hermannsson, sem einn- ig er stjórnarformaður í útgeröar- félagi Herjólfs, sagði þessar ferðir vera geysilega samgöngubót fyrir Vestmannaeyinga. I' fyrra voru ferðir Herjólfs 357 talsins og flutti hann samtals 40,367 farþega og 9027 bíla, en 8130 tonn af vörum. Árið 1977 vóru ferðirnar aftur á móti 270, farþegar 33,560, bílar 6858 og vöruflutningar 5570 tonn. Fargjaldið með Herjólfi milli Eyja og Þorlákshafnar er kr. 3000, kr. 1500 fyrir börn á aldrinum 6—12 ára eða skólafólk og ellilífeyris- þega en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Fyrir bílinn greiða farþegar 2000— 2500 kr. eftir stærð farartækis. Farmgjöld miöast við að vera hin sömu og meö Ríkisskip frá Reykjavík. Obbinn af öllum vörum, sem fluttar eru með Herjólfi fara með tengivögnum frá vöruaf- greiðslunni í Reykjavík en hún er hjá Matkaupum í Vatnagöröum. Fimm lokaðir tengivagnar eru not- aðir til flutninganna og einn opinn, sem aðallega er fyrir þungavörur eins og timbur og járn. Eru jafn- aðarlega tveir vagnar um borð í Herjólfi í hverri ferð til Eyja og geta þeir borið 22—25 tonn hvor. Til viöbótar ferðum Herjólfs hafa Vestmannaeyingar þjónustu Rík- isskips, sem flutti milli 900 og 1000 tonn af vörum til Eyja í fyrra og Eimskip er jafnaðarlega með viku- legar ferðir til Vestmannaeyja, aðallega fyrir áframhaldandi frakt frá útlöndum, sem umskipað er í Reykjavík. Skip Eimskipafélagsins eru þó oftar í Vestmannaeyjum til að sækja afurðir þangað til út- flutnings. Tap á rekstrinum. Flugsamgöngur eru enn sem fyrr mjög þýðingarmiklar fyrir Vestmannaeyinga og taldi Georg Hermannsson, að fólk tæki þær yfirleitt fram yfir Herjólf ef viðraði til flugs. I fyrra mun það hins vegar hafa gerzt í fyrsta skipti á síðari áratugum að farþegar milli lands Herjólfur flutti yfir 40 þúsund farþega og rúmlega 9000 bíla. Skipið hefur gerbreytt aðstöðu matvöru- verzlunar í Eyjum til öflunar viðkvæmrar vöru eins og mjólkur og mjólkurvara og Eyja urðu fleiri sjóleiðis en í flugi. Reikningar fyrir útgerð Herjólfs í fyrra liggja ekki endanlega fyrir enn. Hins vegar sagðist Georg gera ráð fyrir að rekstrartap myndi nema 10—15 milljónum króna. Tekjurnar í fyrra námu 248 mill- jónum. Framlag ríkisins til Herjólfs var þá 57,5 milljónir. Vanskil, sem skapazt hafa vegna taps fyrri ára eru útgerðinni mjög þungbær. 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.