Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 89
Luxemborg orðin útskipunar
höfn til fslands
Meö nýju DC-10
breiðþotu Flugleiða
hafa skapazt nýir
möguleikar í vöru-
flutningum á leiðinni
Luxemborg-Keflavík--
New York vegna
notkunar á gámum
Verulegrar aukningar hefur
gætt á síöastliðnu ári á flutning-
um með flugfrakt frá Lúxemborg
og virðist, sem íslenzkt viðskipta-
líf sé farið að líta á hana sem eðli-
lega lestunarstöð fyrir frakt til ís-
lands, líkt og Hamborg og Rotter-
dam fyrir vörur fluttar sjóleiðina.
Það er einkum þrennt, sem
veldur þessu. I fyrsta lagi er það aö
sjálfsögðu lega Lúxemborgar í
hjarta Evrópu. I öðru lagi mjög
tíðar ferðir, einu sinni til tvisvar á
dag með mjög afkastamiklum
flugvélum og í þriðja lagi mun
lægri farmgjöld á leiðinni milli
Lúxemborgar og íslands, einkum
er munurinn verulegur á stórum
sendingum.
Lega Lúxemborgar veldur því
aö hagkvæmt er að flytja þangað
vörur með flutningabílum frá safn-
stöðvum, sem reknar eru í Belgíu,
Hollandi, V-Þýzkalandi, Frakklandi
og Ítalíu. Þá er Cargolux mikil-
vægur tengiliður fyrir þá sem flytja
inn vörur frá austurlöndum fjær.
Aukning hefur einnig orðið á
flutningum frá islandi til Lúxem-
borgar og er þá aðallega um að
ræða ferskan fisk og iðnaðarvör-
ur. Þessar vörur eru síðan fluttar
áfram með bílum, járnbrautarlest-
um eða flugvélum, en Flugfrakt
skipuleggur þá flutninga til enda-
staöar.
Sem dæmi um hvað þessir
flutningar innan Evrópu ganga
hratt fyrir sig má nefna að Flug-
frakt fékk nýlega beiðni frá Karna-
bæ um flutning eins fljótt og
mögulegt væri á efni í svokallaða
Greasjakka, frá Rotterdam. Þó
þetta kæmi upp um helgi tókst að
ná efninu frá verksmiðju og keyra
það til Lúxemborgar og fljúga
heim á aðeins einum og hálfum
degi.
24% aukning frá Evrópu til ís-
lands.
Á síðasta ári voru heildarvöru-
flutningar Flugleiða milli landa
8.364 tonn, en þar af voru 58% flutt
á leióinni Evrópa-Bandaríkin.
Flutningar frá Lúxemborg til
Bandaríkjanna jukust um 23% frá
árinu áður. Nokkur samdráttur
varð hins vegar á flutningum frá
íslandi til Bandaríkjanna og stafaöi
rivcinM. LOFTLEIOIR
ISI -t .vw.s
íFDcsca frakt
utn hjarta Evrópu.
l.uxeniborg lesla Flugleifía/iolur
il lil íslands, daglega, slundum
l náhvgum löndum eru reknar
og tvcer í Þýskalandi.
rá þeim er varan flull lil I.uxem-
nrgar inefl vörubilum.
Heinifí þvi vörunum tilnteslu
tafnslöðvar, eiits og leiðamiðar
Flugfraklar segja lil um.
Mikilvtegt er þvi a& hafa ávalll
leiðamiða við hendina.
Þeir fást á skrifstofu Flugfrahlat .
Sítnitm cr 84822.
Flugfrakt hefur í auglýsingum sínum lagt áherslu á flutninga frá Lúx-
emborg undir slagorðinu „Vörurnar heim um hjarta Evrópu".
87