Frjáls verslun - 01.03.1979, Síða 97
Gísli á ögra á ísilögðu Rauðavatni.
Á hesta, jörð fyrir austan og rekur
auglýsingastofu
Gísli B. Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Auglýsingastof-
unnar h.f., er einn þeirra er stund-
ar hestamennsku í tómstundum
sínum. Hann á sex hesta á járnum
í hesthúsi í Víðidal, þar sem hest-
hús Fáks eru, og nokkur trippi í
tamningu og uppvexti. 13 km fyrir
austan Selfoss, á Hnaus í Vill-
ingaholtshreppi, eiga Gísli og
kona hans Lena M. Rist jörð, vel í
sveit setta og góða beitarjörð,
ásamt tveimur öðrum hjónum.
Þegar þau keyptu jörðina, fyrir
nokkrum árum, var eyðibýli að
Hnaus og allt í niðurníðslu. Nú er
búið að lagfæra hús, girða, byggja
upp aðstöðu fyrir menn og hesta,
auk þess sem unnið er að skóg-
rækt á jörðinni.
í hörkunni í vetur hefur þurft að
fara annan hvern dag austur til að
gefa þeim hestum er þar ganga úti,
en þeir fimm sem eiga þar hross
skipta því á milli sín. Frá því á vorin
og yfir sumarið eru þar 40—50
hross í haga.
Fyrsti hesturinn
keyptur að honum
forspuröum. Nú á
hann sex hesta á
járnum og nokkur
trippi.
F.V. heimsótti Gísla B. Björns-
son fyrir nokkru á auglýsingastof-
una, til að taka hann tali og spjalla
um hestamennskuna. Hann hefur
nú í 18 ár, eða frá 1961 rekið Aug-
lýsingastofuna hf., sem er elsta
auglýsingastofa á landinu. Þar
starfa að jafnaði tólf manns. Auk
þess að vera framkvæmdastjóri
Auglýsingastofunnar og aðaleig-
andi er Gísli deildarstjóri í auglýs-
ingadeild Myndlista- og handíða-
skóla Islands, og var skólastjóri
skólans um tveggja ára skeið. í
Myndlista- og handíðaskólanum
hefur hann kennt flestum þeim,
sem síðar urðu keþpinautar hans á
auglýsingavettvangnum.
Gísli er einnig framkvæmda-
stjóri og í stjórn Eiðfaxa, sem er
93