Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 100
Um heima
og geima
Sirkusstjórinn sneri sér að piltin-
um:
— Jæja, heldurðu að þú getirgert
þetta betur?
— Já, alveg örugglega. Rektu
helvítis tígrisdýrið bara út úr búr-
inu fyrst.
Nei, ekki aldeilis. Stúlkan stóð
grafkyrr. Svo hneppti hún loðkáp-
unni frá sér.
Hún var allsnakin.
Tígrisdýrið stóö stjarft. Svo malaði
það góðlátlega og skreiddist til
hennar. Þetta stórhættulega rán-
dýr byrjaði að sleikja fæturna á
stúlkunni.
— Það er ekki svo að skilja að ég
vilji beita forstjórann óeðlilegum
þvingunum. En fái ég ekki kaup-
hækkun er ég neydd til að skrifa
endurminningar mínar, sagði
einkaritarinn.
•
— Það er bannað að veiða á
þessu svæði.
— Ég er ekkert að veiða. Ég er
bara aö baða lítinn, skítugan orm.
— Ég elska hana alveg út af líflnu. Ég get ekkl borðað, ekki sofið, ekki
unnið. Guði sé lof að ég get enn drukkið.
— Mér bara leiddist það að karlmenn voru alltaf að afklæða mig með
augunum.
Heyrt í Svíþjóð:
— Afhverju eru allir Norðmenn
með svona klístrað hár?
— Það er víst olían, sem hefur
stigið þeim svona til höfuðs.
Hjá útlendingaeftirlitinu:
— Atvinna?
— Leikkona.
— Gift?
— Af og til.
•
— Mamma, mamma, ég velti
tröppunni um koll.
— Biddu pabba þinn að reisa
hana við.
— Hann getur það ekki. Hann
hangir í Ijósakrónunni og öskrar.
•
Sirkusinn var að leita eftir nýjum
skemmtikröftum. Réttar sagt nýju
númeri. Og það átti að vera topp-
númer. Það voru tveir umsækj-
endur. Ung og hugguleg stúlka og
piltur nokkur.
Stúlkan mætti fyrst hjá sirkus-
stjóranum, sem var af gamla skól-
anum. Hún var klædd í loðkápu, á
hælaháum skóm og hélt á svipu í
hendinni. Hún gekk beint inn í
rándýrabúrið. Hún sló svipunni í
gólfið og dýrin hlupu öskrandi í
kringum hana.
Loks tók leikurinn að æsast. Tígr-
isdýr, stórt og mikið karldýr, æddi í
áttina til hennar, froðufellandi af
bræði.
Var þetta hennar síðasta?