Frjáls verslun - 01.03.1979, Page 101
Önnur fyllibyttan við hina:
— Ertu búinn að borða hádegis-
mat?
— Nei, ekki dropa.
Milli vinkvenna:
— Hefurðu hitt fjölskylduna
hans?
— Já, á sunnudaginn.
— Hvað sögðu þau?
— Allt ágætt, — nema konan
hans.
•
— Sástu ekki framan í hann?
Geturðu ekki lýst útlitinu?
Það var lögregluþjónninn, sem
spurði skattaeftirlitsmanninn, eft-
ir að ekið var á hann.
— Nei, ekki nema að því leyti að
hann var á reiðhjóli. Aftur á móti
myndi ég þekkfa hláturinn hvar
sem væri.
•
Annar betlarinn við hinn fyrir
framan Tívolí í Kaupmannahöfn:
— Heyrðu annars, Kalli. Tökum
við yfirleitt við dollaraseðlum?
— Hvort kýstu fremur konur eða
vín?
— Það fer eftir árganginum.
Calvin Collidge, sem var forseti
Bandaríkjanna fyrr á þessari öld,
þótti fámáll mjög. Eittsinnfórhann
einn síns liðs í kirkju, því að for-
setafrúin var lasin heima. Þegar
hann kom til baka spurði hún um
efni stólræðunnar.
— Presturinn talaði um syndina,
sagði Coolidge.
— Og hvað sagði hann um hana?
spurði frúin.
— Hann er á móti henni.
•
f veizlu nokkurri vék ein af meiri-
háttar samkvæmisdömum Wásh-
ington sér að Coolidge og sagði:
— Herra forseti. Maðurinn minn
hefur veðjað við mig að mér takist
ekki að toga út úr þér svo mikið
sem þrjú orð í allt kvöld.
— Þú tapar, svaraði Coolidge.
— Góðir farþegar. Þetta er flugstjórinn. Þið megið losa um sætisól-
arnar aftur, því að við eigum ekki von á melri ókyrrð í loftinu í bráð.