Frjáls verslun - 01.07.1979, Qupperneq 13
\
\
gjaldatekjur um 62.8%. Hlutfall
halla af veltu lækkaði lítilsháttar
miöað við árið 1977, eða úr 39% í
36.6%.
Farþegar vagnanna voru samtals
13.5 milljónir í fyrra. Greiddum far-
gjöldum fjölgaði um 200 þúsund frá
fyrra ári, eða úr 10.9 milljónum í
11.1 milljón, en alls munu hafa ver-
ið notaðir um 2.4 milljónir skipti-
miða.
Þrátt fyrir lítilsháttar fjölgun far-
þega er ekki annað sýnna en skuld
S.V.R. við borgarsjóð hækki til
muna á þessu ári.
Ríkisreikningur 1978
A-hluti ríkisreiknings 1978 var ný-
lega birtur. Hér að neðan eru sýnd
hlutföll (5) tekna, gjalda og rekstr-
arafgangs ríkissjóðs annars vegar
og vergrar þjóðarframleiðslu hins
vegar árin 1968 til 1978.
Tekjur Gjöld Rekstrar- afgangur
1968 24,5 25,1 -0,6
1969 21,8 22,2 -0,4
1970 22,8 21,8 1,0
1971 24,4 21,8 -0,5
1972 27,4 27,2 0,2
1973 26,4 26,7 -0,3
1974 27,5 29,9 -2,4
1975 27,3 31,3 -4,0
1976 27,7 27,4 0,3
1977 27,4 28,1 -0,7
1978 29,7 30,0 -0,3
Meðferð verðbótaþáttar
Meðfylgjandi línurit úr Hagtölum
mánaðarins sýnir hvað breyting á
meðferð verðbótaþáttar vaxta hef-
ur í för með sér varðandi endur-
greiðslur vaxtaaukalána. Línuritiö
sýnir endurgreiðslur á föstu verð-
lagi lántökutímans af tveim
1.000.000 kr. vaxtaaukalánum sem
greitt er af tvisvar á ári í 5 ár. I út-
reikningum eru gefnar þær for-
sendur að vextir verði óbreyttir allt
tímabilið, þeir sömu og gilda nú
(grunnvextir 8,5% á ári og verð-
bótaþáttur 27% á ári) svo og að
verðbólga verði jöfn, 33% á ári.
Súlurnar á línuritinu sýna raun-
greiðslur af lánunum, þær dekkri
miðast við að heildarvextir séu
ávallt greiddir út á gjalddögum en
þær Ijósari að verðbótaþáttur legg-
ist við höfuðstól í samræmi við þær
reglur sem í gildi gengu 1. júní'sl. og
studdust við lög nr. 13/1979.
Kalda boröiö
í Blómasalnum
Bjóðið viðskiptavinum í kalda borðið í hádeginu
eða upp á fjölbreyttan matseðil í Blómasal.
Munið hin vinsælu skemmtikvöld með dagskrám
tileinkuðum ýmsum þjóðlöndum nær og fjær og
girnilegum sérréttum.
Verið velkomin í gistingu og mat
HÓTEL
LOFTLEIÐIR
✓
✓
13