Frjáls verslun - 01.07.1979, Qupperneq 18
Hvernig starfar
„skatturinn”?
innlent
í þessari grein verða skatta-
málin reifuð út frá hinum
ýmsu sjónarhornum en þó eru þau
öll bundin við framkváemd skatta-
laganna á einn eða annan hátt.
Með öðrum orðum verður ekki
rökrætt um hvað sé rétt og rangt
heldur hvernig ástandið er í dag.
Við munum kynnast starfsemi
skattstofa, t.d. hvernig unnið er úr
framtalinu, hvernig leiðréttingar
fara fram, hvaða rétt framteljandi
hefur o.s.frv. Þá munum við einnig
líta inn til ríkisskattstjóra og þar á
eftir athugum við hvernig kærumál
vegna skattsins ganga áfram í
kerfinu. Að lokum munum við leita
álits lögfræðings á skattkerfinu og
hagsmunum framteljenda.
Hvað fær ríkið mikinn pening?
Þegar þetta er ritað liggja fastar
tölur ekki á lausu sem svar við
þessari spurningu. En samkvæmt
upplýsingum Þjóðhagsstofnunar
þá var gerð spá um þetta efni fyrir
árið í ár, um áramótin síðustu, og
var hún þannig: Hækkun skatt-
tekna á milli áranna 1977 og 1978
var að meðaltali 52%. í framhaldi af
þessu var gert ráð fyrir að hækkun
á milli síðasta árs og þess árs yrði
síst minni, ef ekki meiri.
í krónum lítur dæmið þannig út:
Á árinu 1978 nam álagningin
(tekjuskattur einstaklinga og fé-
laga, eignaskattur einstaklinga og
félaga, sjúkratryggingagjald og
útsvar) 45.6 milljörðum króna.
Síðan bættust við þessa upphæð
(skv. bráðabirgöalögum í septem-
ber, 1978) 3.5 milljarðar þannig að
heildartalan var 49.1 milljarður
króna. Á þessu ári er reiknað með
78 milljörðum í skatttekjur og mið-
að við heildarupphæðina síðasta
ár (49.1 milljarð) þá þýðir það
hækkun skatttekna um 71% en ef
miðaö er við lægri töluna (45.6
milljarða) þá verður hækkunin
59%. i skattskránni fyrir þetta ár,
1979, eru 17 mismunandi gjöld
sem að sjálfsögðu leggjast á mis-
munandi skattstofna. Þessi gjöld
eru eftirfarandi:
1) tekjuskattur, 2) eignar-
skattur, 3) 1% álag á 1) og 2) til
Byggingarsjóðs ríkisins, 4) kirkju-
gjald, 5) kirkjugarðsgjald,
6) sjúkratryggingagjald, 7) sér-
stakur eignarskattur á verslunar-
og skrifstofuhúsnæöi, 8) útsvar,
Jæja, þá eru blessaðir álagningarseðlarnir komnir aftur og væntanlega hafa þeir
aldrei verið jafn óveikomnir og nú. En þetta segir maður jú, á hverju ári. Allir lands-
menn fá sína seðla, þ.e. ef þeireru orðnir 16 ára, og enginn sleppur.
Ef einhver þáttur þjóðlífsins veldur umtali og ágreiningi þá eru það eflaust skatta-
málin. Menn eru eðlilega ekki á eittsáttir hvað skatthlutfallið á að vera hátt og það er
rifist og rifist án þess að nokkurn tíma sé komist að niðurstöðu.
18