Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 23
ríkisskattanefndar) innan tilskilins
kærufrests, 2) í öðru lagi getur
hann sent skattstjóra skattbeiðni
(en það er beiðni þar sem beðið er
um ívilnanir í álagningu) 3) í þriðja
lagi getur hann farið fram á upp-
töku ríkisskattstjóra á málinu og
4) í fjórða lagi getur hann lagt
málið fyrir dómsstólana. Ekki skal
nánar fariö út í þessi atriöi að sinni
enda allt of langt mál og flókið.
Björn taldi að margar kærurnar
kæmu upp einungis vegna þess
að framteljendum fyndist þeir fá
of háa skatta, en síöan kæmi í Ijós
að álagningin stæðist fullkomlega.
Aðrar ástæður fyrir kæru eru m.a.
veikindi, slysfarir, að fyrirvinna
hefur fallið frá, fjárhagstjón o.fl.
Þegar kæra hefur borist fram-
talsnefnd (sem er fulltrúi skatt-
stjóra í þessum efnum), þá er hún
og ýmis gögn athuguð. Framtelj-
endum er síðan svarað bréflega
þar sem efni kærunnar er rakiö og
rökstuddur úrskurður skattstofu
fylgir. Síðan er þá hægt að áfrýja
þeim úrskurði til ríkisskattanefnd-
ar ef mönnum sýnist svo. Ef menn
eru í þeim hugleiðingum að áfrýja
þá ber að gæta þess að gera það
áður en tilskilinn kærufrestur (eða
áfrýjunarfrestur) rennur út. Ef
hann aftur á móti rennur út og
ekkert hefur verið gert þá er hægt
að senda beiðnir til ríkisskattstjóra
eða sveitarstjórna um upptöku
málsins. Hér í Reykjavík er það í
höndum borgarráðs.
Samskipti við skattayfirvöld.
Samskipti skattayfirvalda og
leikmanna er í margra augum leik-
ur kattarins að músinni. Af þeim
sökum eru það margir sem forðast
eins og heitan eldinn að lenda í
klónum á skattinum og er það í
rauninni ósköp skiljanlegt.
Það er því alls ekki úr vegi að
Ijúka þessari grein með því að
rabba aðeins um þessi mál. Til liðs
vió okkur fengum við Helga V.
Jónsson lögfræðing og endur-
skoðanda en hann er manna fróð-
astur um þennan málaflokk.
Við spurðum Helga fyrst að því,
hvert viðhorf hans væri til starfs-
hátta skattstofa og annarra þeirra
aðila í kerfinu sem færu með
skattamál.
— Það vita það náttúrlega allir
að þessir menn reyna að gera sitt
besta. Hinsvegar gengur það ekki
þar sem skattkerfið, sem slíkt, er
þeim ofviða og þeir ná ekki þeim
tökum á málunum sem þeir þyrftu
að ná. Þá kemur þaö ofan á að
stöðugt er verið að gera breytingar
og það er síst til bóta.
— Þá gerir óreiða á fjármálum
ríkisins og efnahagsástandið erf-
iðara fyrir. í stjórnarskrá Islands
segir að setja skuli ein fjárlög en
nú er farið aö setja allskonar ný
lög, sem bæði eru orsök og af-
leiðing verðbólgunnar, og það
skapar jafnvel enn meira los á
fjármálunum. —
F.V.: Hvernig verður þá réttur
skattþegna best tryggður?
— Hann verður best tryggður
með því að menn viti hvaða lög
gildi um þá sjálfa. Ég tel að núver-
andi ástand í þessum efnum sé
mjög slæmt og ég vil taka það fram
í framhaldi af þessu að nú eru
t.a.m. ný lög komin í gildi. Fólk
verður að hafa vakandi auga með
þessu.
Framteljandi ráðfærir sig
við starfsmann skattstofu.
— Ég get nefnt nokkur dæmi, í
sambandi við þetta sem menn
verða að vara sig á. Tökum t.d.
fyrirtæki. í ársreikningum margra
fyrirtækja er ekki tekiö tillit til
verðbólgunnar. Því geta þau verið
vel stæð á pappírnum en í raun
standa þau mjög illa. Þá verður
fólk að vara sig á eignarskattinum,
t.d. við fasteignamat, og á sköttum
sem ekki eru byggðir á tekjum.
— Að síðustu má svo nefna aö
tekjum er jafnað niður á fernan
hátt. í fyrsta lagi með verðlags-
ákvæðum, í öðru lagi með launa-
jöfnunarstefnu, í þriðja lagi í
tryggingakerfinu og í fjórða og
síðasta lagi með sköttunum. —
F.V.: Hverjar telur þú að séu
helstu brotalamir eins og nú er
ástatt?
— Það er auðvitaö fjöldamargt
sem maður gæti tínt til en samt
eru vissir þættir sem eru hvað
mest áberandi. Ég get nefnt hér
nokkra.
Það eru t.d. ýmsar tekjur eða
viss hagnaður sem ekki er skatt-
lagður. Nú, lögin líta ekki á ýmsa
þætti sem ég tel að þau ættu að
gera, t.d. starfsaldur. Ef menn eru
lengi við nám og vinna þar af leið-
andi styttra á lífsleiðinni, eru þeir
skattaðir hærra en hinir, þ.e.
miðað við starfsaldur í heildina
séð. Þá er ekki tekið til greina ef
menn vinna mikiö í stuttan tíma,
sem sífellt lengist svo. í þessu
sambandi má líka nefna að
sveiflubundnar tekjur eru skatt-
aðar óvenjuhátt miðað við jafnar
tekjur. Þetta eru nokkur dæmi sem
mér detta í hug.—
F.V.: Hvers ber þá fyrst og
fremst að gæta í samskiptum sín-
um við skattayfirvöld?
— Fyrst og fremst verður fólk
að kynna sér skattalögin og vera
vakandi um þau mál. Ef einhver
ágreiningur kemur upp á milli
skattþegns og yfirvalda þá endar
það yfirleitt með sigri ríkisins því
að það er þeirra skylda að túlka
skattalögin algjörlega sér í hag. Þá
ber fólki að afla sér kunnáttu til að
geta reiknað út úr einföldustu
framtölum. —
F.V.: Eru villur algengar í álagn-
ingu?
— Nei, ég tel að þær séu mjög
sjaldgæfar, miðað viö allan fjöld-
ann.—
23