Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 36

Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 36
adutan ívar Guðmundsson hefur nú í nokkur ár gegnt starfi aðalræðis- manns Islands og viðskiptafulltrúa í New York. Hann hefur haft milligöngu í ýmsum málum, sem lúta að viðskiptasamböndum íslenzkra útflutningsfyrirtækja við söluaðila á Bandaríkjamark- aði. Ivar er opinn fyrir nýjungum og hefur áhuga á að ræða og kanna alla möguleika á framkvæmd nýstárlegra hugmynda, hvort sem það er sérstök meðferð á íslenzku lambakjöti til út- flutnings vestur um haf eða framtíðarmúsík vísindanna um raf- orkuútflutning frá íslandi með aðstoð gervihnatta. ívar hefur sem sé víða komið við sögu í markaðsmálum okkar vestan hafs og þekkir aðstæður vel. Hann veit líka, hvernig Islendingar geta lært af eigin mistökum í framleiðslu og sölumennsku. Um þau mál er meðal annars fjallað í þessu samtali við ívar Guðmundsson. íslenskir útflytjendur og standa ekki við (var: — Eins og allir vita er það náttúrulega fiskurinn, sem er aðalmarkaðsvara okkar íslend- inga hér í Bandaríkjunum. Mark- aðsstaðan er mjög traust og byggist mikið á því að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sambandið reka hér eigin verksmiðjur til að vinna úr hráefni frá íslandi. ís- lenzki fiskurinn þykir betri en ann- ar fiskur á þessum markaði, hvernig sem á því stendur. Fram- leiðslan er auðvitað alveg prýðileg en þaö er líka eins og fiskurinn að heiman sé þéttari í sér og bragð- betri. Þess vegna hefur fengizt heldur betra verð fyrir hann en Kanadamenn og Norðmenn fá fyr- ir sinn fisk. Skemmdur hörpudiskur sendur á Bandaríkjamarkað. Langtímasamningar ekki virtir ef betri verðtilboð berast frá öðrum á samningstímanum. Nú er það hins vegar svo, að þessi fyrirtæki fá ekki nægan fisk frá íslandi og verða að kaupa hrá- efni annars staðar frá. Kaupend- urnir eru aðallega veitingastaðir og stofnanir eins og sjúkrahús eða skólar. Getur þú farið út í búð hér í New York og keypt íslenzkan fisk? ívar: — Ég fæ hann ekki hér í New York. Hann fæst einstaka sinnum hér í nágrannaríkinu Con- necticut. En það er ekki oft sem maður keyrir 80 kílómetra til að fara í fiskbúð! Tilfellið er að þessi fyrirtæki eru með fyrirfram gerða samninga um sölu á öllu, sem þau fá að heiman. 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.