Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 44

Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 44
,Með góðu samstarfi má koma á nauðsyn- legum endurbótum, sem gera leiðina til da — Hér ríkir algjört neyöar- ástand í þessum málum, sagöi Norman Salkin. — Þaö er ekki einungis að viö seljum lagmeti undir merkjum annarra fyrirtækja heldur erum við líka aö vinna okk- ar eigin merki markaö hér. Við seljum vörur undir merkinu ,,lce- land Waters" í verzlanir hér. Þegar birgöir eru búnar hjá okkur og varan hverfur úr hillum verzlan- anna þurfum viö aö byrja aftur frá grunni. Allt verkiö hefur verið unnið fyrir gýg. Ástandiö er þess vegna mjög alvarlegt. — Fyrir hve háar upphæðir hafið þið áætlað að selja íslenzkt lagmeti hér á þessu ári? — Viö höfum reiknað meö sölu upp á 3 milljónir dollara áriö 1979. Núna erum viö búnir aö fá vörur frá íslandi upp í 25—30% af þessari sölu. — Hvað verður þetta mikil aukning miðað við árið í fyrra? — Ef farmannaverkfallinu lýkur fljótlega og við fáum nægilegt magn af vörum gerum viö ráó fyrir aö tvöfalda söluna frá því sem var í fyrra. Hins vegar getur langvar- andi verkfall breytt þessum áætl- unum gjörsamlega. — Hvað hefur skrifstofan, sem þú veitir forstöðu hér starfað lengi? — Hún var opnuð í marz 1976. Hins vegar kom fyrsta sendingin af lagmeti til okkar í júní þaö ár, þannig aö viö erum rétt þriggja ára i þessu starfi. Fyrirtækiö heitir lce- land Waters Industries og er dótt- urfyrirtæki lceland Waters Com- pany í Reykjavík. Skrifstofurnar eru í Great Neck hér á Long Island og þar starfa þrír starfsmenn, allt Bandaríkjamenn. Skrifstofan hef- ur síðan sambönd viö 40 heild- söluaöila út um öll Bandaríkin og þeir eru með misjafnlega um- fangsmikla verzlunarstarfsemi. Heildsölufyrirtækiö, sem skipter viö hér í New York-ríki er t.d. meö 50—60 manns starfandi á sínum vegum. Að sjálfsögöu erum við aöeins eitt af mörgum fram- leiðslufyrirtækjum, sem þessi dreifingarfyrirtæki selja vörur fyrir. Og þetta er reyndar sama dreif- ingarkeðja, sem við notum nú, og ég haföi sambönd viö, þegar ég stjórnaði sölu á norsku lagmetis- vörunum King Oscar hér í Banda- ríkjunum. — Nú seljið þið bæði undir ykkar eigin merki og svo líka undir merkjum annarra framleiðenda eða söluaðila. Hvernig er skipu- lagningin að baki þessa? — Það sem selt er undir okkar eigin merki, lceland Waters, selj- um viö sjálfir beint í ýmsar mat- vöruverzlanir og heildsölur. Dreif- ingin nær nú yfir öll Bandaríkin og til Puerto Rico. Viö seljum líka okkar vörur undir merki King Os- car, Seasons og fleiri. Pökkun undir þessum merkjum fer þá fram í lagmetisverksmiðjunum á íslandi en þær fá pantanirnar frá okkur, samninga og fyrirmæli um útflutning. Skiptingin milli okkar 44

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.