Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 45

Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 45
Þegar farmannaverkfallið hafði staðið i réttan mánuð stóðu yfir mikil fundahöld i New York með fulltrúum Sölustofnunar lagmetis á íslandi, forstjóra sölufyrirtækis hennar i Bandaríkjunum, og íslenzka viðskipta- fulltrúanum i New York. Það var augljóst, að þessir aðilar höfðu miklar áhyggjur af töfum á útflutningi lagmetis frá íslandi og voru reyndar að gera kannanir á hugsanlegum flutningum í lofti. Þó virtust litlar líkur á að sú leið yrði fær vegna kostnaðar. Við hittum Norman Salkin, forstjóra skrifstofu Sölustofnunar lagmetis í Bandaríkjunum að máli, og inntum hann nánar eftir því, hvaða afleiðingar svona verkfall heima á íslandi gæti haft fyrir útflutningsmarkaði okkar. — segir Norman Salkin, forstjóri lceland Waters Industries í Bandaríkjunum en það er dótturfyrirtæki Sölustofnunar lagmetis. eigin merkis og annarra er nokk- urn veginn til helminga. — Hvaða lagmetistegund nýtur hér mestra vinsælda af þessum vörum okkar? — Það er kippers frá Norður- stjörnunni í Hafnarfirði. Okkar fyr- irtæki er með stærstan hluta af kippers-sölu hér í Bandaríkjunum. Það er aðalmarkaðsvaran. Af öðru sem skiptir líka talsverðu máli má nefna rækjur. Þær eru afar eftir- sóttar á þessum markaði en við fáum einfaldlega ekki nægilegt magn af þeim frá íslandi. Sardínur eru líka seldar hér. Þær vigta þó ekki eins þungt í heildarsölunni og kippers vegna þess að sardínurn- ar, sem nú er verið að framleiða á fslandi eru unnar úr innfluttum brislingi. Ef Islendingar fengju hins vegar að veiöa smásíld til að nota í sardínur yrði það örugglega mikil söluvara hér. Á eftir þessum tegundum kemur svo hörpudiskur og við erum eig- Verzlanakeðjur vestan hafs eru móttækilegar fyrir íslenzku lagmetl inlega einir um framboð á þeirri vegna álits Islendinga sem tiskframleiðenda. 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.