Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 48
— Það vill svo til að við erum
staðsettir hér í Bandaríkjunum en
að öðru leyti snerta störf okkar
náttúrlega ekki samskipti íslands
og Bandaríkjanna neitt umfram
sambandið við önnur aðildarríki
Sameinuðu þjóðanna, sagði
Tómas Á. Tómasson, sendiherra
Islands hjá Sameinuðu þjóðun-
um, þegar við hittum hann að máli
í New York. — Það er raunar ekk-
ert sem segir, að Sameinuðu
þjóðirnar muni eiga heima í
Ameríku til lengri frambúðar,
bætti hann við.
Engu að síður var forvitnilegt að
ræða við sendiherrann um að-
stöðu íslenzku fastanefndarinnar í
hinni amerísku heimsborg og störf
hennar hjá þessum alþjóðasam-
tökum. Fastanefndin hefur skrif-
stofur við Lexington Avenue, að-
eins stuttan spöl frá húsi Samein-
uðu þjóðanna, þannig að fulltrúar
okkar geta farið fótgangandi á milli
þessara starfsstöðva sinna meðan
allsherjarþingið situr eða þegar
þeir eiga önnur erindi í hið fræga
hús hinna sameinuðu þjóða.
Sendiherrann getur líka fylgzt
með umræðum í þingsal allsherj-
arþingsins uppi á sinni eigin skrif-
stofu. Þar er nefnilega hátalari
tengdur símalínu frá Sameinuðu
þjóðunum, sem flytur ræðuhöld
manna úr fundarsölum þar.
Þættir úr daglega lífinu
Þó að umferðarvandamál séu
kannski ekki aðalmál á dagskrá
„Viðfangsefni
allsherjarþingsins
hafa margfaldast
og þinghaldið
lengist stöðugt”
Viðtal við Tómas A. Tómasson, sendiherra
r
__f_ ■■■ * _ m _ ■ _ _■ ■_ • / m . ___ *_m