Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 49

Frjáls verslun - 01.07.1979, Page 49
okkar manna í New York er því ekki að neita að menn hreyfa ekki bíl að gamni sínu þar í borg til að skreþþa á milli húsa. Meðan vió stöldruðum við í skrifstofu Tómas- ar Tómassonar kom uþþhringing í síma frá skrifstofu borgarstjórans vegna bílastæðamála sendinefnd- arinnar. Borgin hefur tekið frá nokkur stæði á stangli við helztu götur fyrir bíla sem merktir eru er- lendum sendimönnum, og eru fá- ein slík í nágrenni viö skrifstofu ís- lendinganna í Lexington Avenue. En það eru fleiri, sem hafa auga- stað á svona lausum stæðum og vilja ekki virða rétt neinna útlend- inga tii þeirra. Þannig geta skaþazt smávegis óþægindi, sem skrif- stofa borgarstjórans er fús til að greiða úr. Og úr því á annað borð er minnzt á afstöðu New York-búa til erlendra diþlómata var athyglis- vert aö heyra frásögn Tómasar af sendiherra í húsnæðisleit. Þar átti hann reyndar sjálfur hlut að máli. Inni í miðri Manhattan eru íbúðar- hús á mörgum hæðum, sum hver með stórum og glæsilegum íbúð- um. Fyrir nokkru var sendiherrann að leita eftir kauþum á íbúð af þessu tagi og gerði nokkrar fyrir- spurnir. Eigendur íbúða í svona sambýlishúsum mynda með sér félagsskap um rekstur hússins. Félag þeirra fær til umfjöllunar mál nýrra hugsanlegra kaupenda og verður félagið að leggja blessun sína yfir væntanlegan nágranna áður en af samningum getur orðið. Tómas gat þess, að sér hefði reyndar veriö hafnaö á nokkrum stöðum áður en hann loks fékk lausn á sínum húsnæðisvanda á þeim stað, þar sem hann býr nú. ,,Ég geri ekki ráð fyrir að bless- að fólkið hafi haft neitt á móti manni persónulega," útskýrði Tómas. ,,En sumum í húsfélögun- um fannst ekki efnilegt að fá er- lendan diplómat í húsið. Einhverjir höfðu heyrt að slíkir menn væru öðrum meiri gestgjafar og ósínkir á veitingarnar. Það gæti raskað ró nágrannanna. Og svo væri aldrei að vita nema einhverjir andmæl- endahópar eða hryðjuverkamenn ættu óútkljáð mál við háttvirtan sendiherra, eins og reyndar eru allmörg dæmi um í veröldinni á þessum síðustu tímum." Verkefni dreifast á allt árið í fastanefndinni hjá Sameinuðu þjóðunum starfa auk Tómasar þeir Kornelíus Sigmundsson, sendi- fulltrúi og ívar Guðmundsson, aðalræðismaður og viðskiptafull- trúi í New York. Á skrifstofunni vinna auk þess tveir ritarar, þær Hjördís Gunnarsdóttir og Estrid Brekkan. Hvernig er svo störfum nefndar- innar háttað? Okkur lék sérstök forvitni á að heyra, hvað þar er aðallega á döfinni utan hins reglulega samkomutíma allsherj- arþingsins fyrripart vetrar, þegar sérstakar sendinefndir mæta til leiks fyrir hönd íslenzku stjórn- málaflokkanna auk fastanefndar- innar. ,,Að öðru jöfnu eru störfin hér í fastanefndinni mest meðan alls- herjarþingið stendur frá þriója þriðjudegi í seþtember og fram- undir jól" sagði Tómas sendi- herra. „Þingtíminn var upþhaflega ákveðinn 13 vikur og er það enn. Síðasta þingið var hið 33. í röðinni en það stendur ennþá yfir nú, þegar komið er fram á sumar. Við- fangsefni þinganna hafa marg- faldazt. Má hafa það til marks, að á fyrstu þingunum voru upp undir fimmtíu dagskrárliðir. Nú eru þeir yfir tvö hundruð. Sama máli gegnir um fjölda aöildarríkjanna. Upp- haflega voru þau 51, núna eru þau 151 og f ulltrúar allra þurfa að tala á allsherjarþinginu." Það hefur skapazt sú venja að setja ræður utanríkisráðherra aðildarþjóðanna á dagskrá innan þessa hefðbundna þrettán vikna þingtíma. En umræður og frekari meðferð mála hefur viljað dragast á langinn og þess vegna er nú fyrir frumkvæði Waldheims fram- kvæmdastjóra samtakanna verið að reyna að endurskipuleggja störfin, bæta þau og hraða þeim, fremur en að lengja starfstímann. ,,Þetta hefur ekki tekizt", sagði Tómas. ,,Ég er ekki búinn að vera hér nema tæp tvö ár og í fyrra- sumar voru til dæmis þrjú auka- allsherjarþing. Þinginu hafði verið slitið samkvæmt venju rétt fyrir jól en það var kallað saman til auka- fundar seinna út af fjármálum frið- argæzlusveitanna í Líbanon. Það mál kom skyndilega upþ. Hins vegar hafði fyrirfram verið ákveðið að halda aukaþing um málefni Naibíu og svo var einnig um 10. aukaallsherjarþingið svokallaða, sem fjallaði um afvoþnunarmál. Þannig hefur þessi fastanefnd ærin verkefni á öllum árstímum þó að hér fyrr á árum hafi álagiö ekki verið ýkja mikið yfir sumarmánuð- ina." Á þessu öðru starfsári Tómasar tókst ekki að Ijúka þingstörfum allsherjarþingins fyrir jólin eins og til stóó. Þá var ákveðið að halda áfram í janúar og kom þingið sam- an í tíu daga eða svo. Þá var því enn frestað og þann 23. maí sl. kom það saman á ný vegna ástandsins í Namibíu. Virkt samband við sendinefndir Norðurlanda Hve mikla áherzlu leggur ís- lenzka fastanefndin á að setja sig inn í slík alþjóðleg deilumál, sem upp kunna að koma í fjarlægum heimshlutum? Eða öllu heldur: Hversu miklum tíma getur svo fá- liðuð sendinefnd varið til að setja sig inn í mál af þessu tagi? Tómas Tómasson sagði, aö þetta væri m.a. gert með virku sambandi við aðrar fastanefndir, með fundum og viðræðum utan sjálfra þing- fundanna. Þetta á alveg sérstak- lega við um samstarf við fasta- nefndir hinna Norðurlandanna, sem hafa miklu fjölmennara starfsliði á aö skipa og geta þess vegna látið kanna mál ítarlegar en 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.