Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 51

Frjáls verslun - 01.07.1979, Síða 51
fulltrúar okkar komast mögulega yfir aö gera. Hafa íslenzkir sendi- menn þannig fengiö betri innsýn í þaö sem er að gerast á bak viö tjöldin en þeir ella heföu tök á. Svo er t.d. um málefni Namibíu eða Suövestur-Afríku, sem verið hefur undir stjórn Suður-Afríku. Noröur- löndin hafa sýnt sjálfstæðismálum Namibíu sérstakan áhuga og hafa utanríkisráöherrar Noröurland- anna ályktaö um þessi mál í áratug eöa meira á reglulegum fundum sínum. En skýringin á þessum áhuga Norðurlandabúa á Namibíu á rætur sínar að rekja til þess aö á öldinni sem leið voru stofnsettar sænskar og finnskar trúboðs- stöövar á þessum slóöum og hafa starfað þar óslitiö síðan. Samleiö í atkvæðagreiðslum Oftast hafa íslendingar átt sam- leiö meö Norðurlöndunum í at- kvæðagreiöslum hjá Sameinuðu þjóðunum. Viö spuröum Tómas, hvort íslendingar heföu tilhneig- ingu til að gera bara eins og Svíar, Finnar, Danir og Norðmenn þegar taka þyrfti afstööu til mála á vett- vangi Sameinuóu þjóðanna. Hann svaraöi því til, aö í flestum málum væri mótuð sameiginleg stefna þessara ríkja, þó væri það ekki einhlítt. Viö inntum hann eftir því í hvaða málum íslendingar hefðu aðallega sérstöðu og svaraði hann því til aö Island stæði sjaldan eitt sér á báti af Norðurlöndunum, en ef Norðurlandahópurinn á annað borð riðlast'eiga íslendingar oftast samleið með Dönum og Norð- mönnum. Helgast það að vissu leyti af aðild þessara þjóða að At- lantshafsbandalaginu. Skýrslur sýna að við atkvæða- greiðslu um 272 ályktanir, sem gerðar voru á síðasta allsherjar- þingi, var 151 gerð samhljóða. í atkvæðagreiðslu um 121 ályktun voru Norðurlöndin fimm einhuga í 95 skipti. Leiðir skildi í nokkrum málum I málefnum Kýpur mótaðist af- staða íslands, Danmerkur og Nor- egs t.d. af því að Grikkir og Tyrkir eru aðilar að NATO. Þessi lönd hafa verið að ýmsu leyti hlióhollari ísraelsmönnum en Finnar og Sví- ar. Finnar hafa í nokkrum at- kvæðagreiðslum tekið tillit til grannríkis síns í austri og á sumum sviðum hafa Danir sérstöðu vegna aðildar sinnar að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Hvaða málefni eru það á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, sem eiga á næstunni eftir að snerta okkur islendinga beint, — sem við verðum þátttakendur í á þann hátt að almenningur verði þess greini- lega var eins og á kvennaári eða barnaári? ,,Sameinuöu þjóðirnar hafa látið málefni einstakra samfélagshópa til sín taka með hliðsjón af félags- legri aðstöðu þeirra. Þannig er fyrirhugað að efna til árs fatlaðra til dæmis." sagði Tómas. ,,Mestur tími þessara samtaka fer aftur á móti í að varðveita heimsfriðinn, taka á stórpólitískum vanda- málum um gjörvalla heimsbyggð- ina. Það er hagsmunamál okkar íslendinga eins og annarra að friður haldist, að endi sé bundinn á vopnuð átök í Suðaustur-Asíu eða komið í veg fyrir blóðsúthellingar í Afríku. Þessi samtök eru hins veg- ar vanmegnug á margan hátt. Það er margt hættuástandið sem ekki verður rætt hér af ýmsum pólitísk- um ástæðum. Ófremdarástandið í íran er eitt slíkra mála. Það er líka hlutverk þessara samtaka að koma til liðs við fátækar þjóðir með margháttaðri aöstoð. Við Islend- ingar höfum til skamms tíma verið þiggjendur slíkrar aðstoðar. Fyrir það hefur nú verið skrúfað sem betur fer. Aðstoð Sameinuðu þjóðanna við fátækar þjóðir bein- ist að því aö fólk fái eitthvað að borða, að það deyi ekki úr hungri. íslendingar eru stórefnuð þjóð ef mið er tekið af skilgreiningu Sam- einuðu þjóðanna á ríkum og fá- tækum. Þess vegna er ánægjulegt að við höfum hætt að þiggja þró- unaraðstoð frá samtökunum en höfum gerzt virkari í aðstoð við aðra, sem minna mega sín." TÍZKUBLAÐIÐ LÍF íslenzkt tízkublað • með íslenzku efni um tizku í fatnaði — hárgreiðslu og snyrtingu • með íslenzku efni um hús — og hús- búnað • með íslenzku efni um mat og drykk • með íslenzku efni um afþreyingu og ferðalög • með íslenzku efni um líf og list. ÁSKRIFTARSÍMI 82300. TÍZKUBLAÐIÐ LÍF 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.