Frjáls verslun - 01.07.1979, Qupperneq 55
Thor Thors hefur kynnst við-
skiptalífinu með því að sækja á
brattann og hefur unnið sig upp
hinar ýmsu gráður viðskiptalífsins.
Áður en hann kom til Citicorp, en
það fyrirtæki hét áður fyrr First
National City Bank, vann hann
nokkur ár hjá stórfyrirtækinu Gill-
ette. Við komuna til Citicorp byrj-
aði hann sem fulltrúi í New Eng-
land, en situr í dag sem ,,vice—
president" í aðalstöðvunum á
Park Avenue í New York.
Erfitt er að telja upp starfsskyld-
ur hans, en í aðalatriðum er starfið
fólgið í því að hafa umsjón með og
veita forstöðu deild þeirri, sem sér
um peningaútlán til bæði banda-
rískra og evrópskra stórfyrirtækja,
aðallega á sviði lyfjavöru, snyrti-
vöru og matvæla. Annarsvegar
lánar bankinn amerískum fyrir-
tækjum peninga til uppbyggingar
verksmiðja í Evrópu og Suður—
Ameríku og hins vegar lánar
bankinn peninga til Evrópufyrir-
tækja til uppbyggingar á verk-
smiðjum í Bandaríkjunum. Er hér
aðallega um þýsk og brezk stór-
fyrirtæki að ræða. En bandarískt
þjóðfélag er svo gjörólíkt öllu sem
við eigum að venjast, bæði skóla-
mál, sjúkrahúsmál og kirkjumál,
og gegnir Thor Thors ýmsum mik-
ilvægum trúnaðarstörfum á þess-
um sviðum.
Margvísleg áhugamál
„Það sem ég sennilega hef mest
gaman af", segir Thor, ,,er starf
mitt sem stjórnarmaður (gjaldkeri)
fyrir The Chapin School, þar sem
yngsti sonur okkar er. Er sérlega
gaman að ræða við kennara og
skólastjóra um starf og stefnu
skólans. Hér í Bandaríkjunum er
mikið og gott samstarf milli skóla
og foreldra. Þetta er einkaskóli og
sé ég um fjáröflun fyrir hann og
skólastjórnin hefur einnig með
höndum rekstur á eignum skól-
ans".
Thor Thors er einnig í fjáröflun-
arnefnd kirkjunnar í Bedford N.Y.,
þar sem fjölskyldan á skemmtileg-
an bústað. Síðast en ekki sízt er
rétt að nefna að Thor Thors er
einnig gjaldkeri American--
Scandinavian Foundation, sem
styrkir ungt fólk frá Skandinavíu til
náms í Bandaríkjunum. Undir ASF
heyrir The Thor Thors Fund (Thor
Thors-sjóðurinn), sem styrkir ís-
lendinga til náms þar vestra. Lýsti
Thor yfir ánægju sinni og þakklæti
fyrir allar þær gjafir, sem hafa bor-
izt sjóðnum,. Síðustu árin sérstak-
lega hafa borist stórar gjafir. Virg-
inia, kona Thors, hefur einnig nóg
að gera í félagsmálum auk þess
sem hún heldur fyrirlestra um list á
The Metropolitan Museum of Art.
Lífið í stórborginni
Um samkvæmislífið í New York
sagði Thor að lokum að það væri
töluvert frábrugöiö samkvæmislífi
í útborgum. í New York koma hjón
saman til að borða eða skemmta
sér og til að fara í leikhús eða
óperu, í miðri viku, en á föstudög-
um er haldið upp til sveita. í út-
borgunum er þetta þver öfugt, þar
fer allt skemmtanalíf fram um
helgar, ekki .ólíkt því og gerist í
Reykjavík.
Það var ánægjulegt að hitta að
máli Thor Thors jr., íslenzkan at-
hafnamann í erlendri stórborg.
Cation
BX-l
Skrifvélin
BX-1
Er fullkomnasta borðtölvan sem
CANON framleiðir með inn-
byggðum prentara og diskettu-
stöð.
Forritamálið er BASIC sem er mjög
þægilegt og einfalt í notkun.
Við BX-1 er hægt að tengja marg-
vísleg jaðartæki til dæmis skerm,
prentara, ritvél, diskettustöð og f.l.
Vélin hentar vel til verkfræðiút-
reikninga, verslunarrekstur, verð-
tolla, bókhalds, launaútreikninga
og fl.
Við veitum nánari upplýsingar ef
óskað er
Skrifvélin
Suðurlandsbraut 12
Sími85277
55