Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 62

Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 62
dregið úr allri verðmætasköpun. Sannleikurinn er sá, að rekstur fyrirtækja á Islandi er að verða vonlítill. Þau skilyrði fyrir honum, sem eru á valdi ríkisins, eru slæm. Og þessi öfugþróun er engin til- viljun. Ástæðan til hennar blasir við: Almenningur — en til hans sækja ríkisafskiptasinnar vald sitt í lýðræðisríki eins og (slandi — er á valdi rangra hugmynda um einka- framtakið og atvinnulífið, hug- mynda ríkisrekstrarsinna og jöfn- unarsinna, samhyggjumanna eða sósíalista. Þeir, sem miðla hug- myndum, menntamennirnir, starfsmenn skólanna og fjölmiðl- anna, hafa boðað þessar röngu hugmyndir af miklu kappi undan- farna áratugi (með nokkrum heið- arlegum undantekningum). Verið er að uppskera það, sem þeir sáðu í akur hugmyndaheimsins, því að stjórnmálabaráttan er hugmynda- barátta, þegar til langs tíma er litið: Þær hugmyndir, sem menn gera sér um heiminn, þær spurningar, sem þeir spyrja, þær forsendur, sem þeir draga ályktanir af, ráða þróuninni. Hugmyndabaráttan — lífs- barátta einkaframtaksins Einkaframtakið verður lífs síns vegna að snúa þessari öfugþróun við, skipuleggja gagnsókn. Ekki er lengur spurt, hvort það skipuleggi gagnsókn, heldur hvenær og hvernig. Ekki ber að ætlast til þess af útgerðarmönnum, iðnrekend- um, kaupsýslumönnum og öðrum atvinnurekendum, að þeir berjist sjálfir í hinni hörðu hugmyndabar- áttu, sem framundan er. Til þess hafa þeir ekki tíma, þeir verða að skapa verðmætin. En þó ber að ætlast til þess af þeim, að þeir skilji, að þessi hugmyndabarátta er í rauninni lífsbarátta þeirra, barátta einkaframtaksins fyrir til- veru sinni. Ekki nægir að efla Sjálfstæðisflokkinn, sem er þó eini flokkurinn, sem er ekki í orði gegn einkaframtakinu. Hann er og verður bandingi aldarandans, meginhugmynda samtímans, eins og allir stjórnmálaflokkar, sem reyna aó afla sér fjöldafylgis. Ekki nægir heldur að efla einstök hagsmunasamtök atvinnurek- enda. Hugmyndir er ekki hægt að sigra með hagsmunum, því að hagsmunir hrífa ekki aðra en þá, sem hafa hagsmunina, og deyja með þeim. En hugmyndirnar lifa. Og meginhugmyndum samtímans veröur að breyta. Á síðasta ári gaf William E. Sim- on, sem var í nokkur ár fjármála- ráðherra Bandaríkjanna, út hina merku bók Kominn tími tii (A Time For Truth), þar sem hann hvatti til slíkrar gagnsóknar einkafram- taksins, og rituðu Milton Friedman og Friedrich A. Hayek báðir for- mála. Hún varð metsölubók í Bandarikjunum, og Simon hefur þegar haft mikil áhrif í hugmynda- heimi þeirra. Hann er stjórnarfor- maður Olin-sjóðsins, sem styrkir fræðimenn og útgefendur bóka, blaða og tímarita, og reynir að auðvelda þeim mönnum verkin, sem verja einkaframtakið. Simon bendir í bók sinni á það, að blekiðjubákn ríkisins sé reist og rekið af góðfúsum mönnum, sem keppi að „félagslegum markmiö- um“, en skilji ekki, að frelsið sé bæði þroskaskilyrði einstaklings- ins og vaxtarskilyrði atvinnulífsins. Til hafi einnig orðið ,,ný stétt" opinberra starfsmanna, félags- fræðinga, sálfræðinga, skriffinna og skipuleggjenda, sem blómgist og dafni í skjóli ríkisins. Þessi stétt trúi því, að hún viti betur en sam- borgarar hennar, hvað sé þeim fyrir beztu, og að hún sé að þjóna „félagslegum" tilgangi, þegar hún sé reyndar að þjóna þeim tilgangi að ná og halda völdunum yfir samborgurunum. Þessi stétt beri þó ekki alla ábyrgð á þróuninni. Sumir atvinnurekendur beri einnig ábyrgð, því að þeir hafni ríkisaf- skiptum í einu orðinu, en biðji ríkið um hjálp í hinu, og séu rausnar- legastir við óvini sína. Frjálshyggjubylgja á Vesturlöndum Ég er sammála Simon um það, að kominn sé tími til gagnsóknar einkaframtaksins— eins á íslandi og í Bandaríkjunum. Simon bendir í bók sinni á nokkur merki þess, aó þrátt fyrir allt geti rofað til í banda- ríska hugmyndaheiminum. Ný kynslóð hagfræðinga og heim- spekinga ræðir af kappi sama vandann og frjálslyndu hagfræð- ingarnir á fjórða áratugnum, Friedrich A. Hayek og fleiri: Getur ríkið stjórnað framleiðslunni skyn- samlega? Er markaðskerfið skil- yrði fyrir mannréttindum? Frjáls- hyggjunni hefur einkum aukizt fylgi með æskumönnum, en margir miðaldra menntamenn, sem voru ríkisafskiptasinnar, hafa líka bætzt í lið frjálshyggjumanna því að þeim blöskrar öfugþróunin. Og bandarískir atvinnurekendur eru að skilja það, að nauðsynlegt er að snúa vörn í sókn. Skattborg- arahreyfingin í Bandaríkjunum, þingkosningarnar síóustu árin í Bretlandi og Svíþjóð, á Frakklandi og Spáni og skoðanakannanir í Noregi og á Ítalíu sýna, að frjáls- hyggjubylgja fer um Vesturlönd, borgaralegar skoðanir eru fylgi- sælar, samhyggjan er á undan- haldi. (Einu samhyggjumennirnir, sem halda völdum, eru þeir, sem styðja markaðskerfið í verki og eru því ekki samhyggjumenn nema í orði, svo sem Helmuth Schmidt í Vestur-Þýzkalandi og Bruno Krei- sky í Austurríki.) Á íslandi má sjá sömu merkin. Ólafur Björnsson prófessor, sem hreifst á fjórða áratugnum af kenningum Hayeks, gaf á síðasta ári út bókina Frjálshyggju og al- ræðishyggju, sem svo hefur verið rætt um í blööum og tímaritum, að líklega er einsdæmi. Hann hefur fengið þá áheyrn unga fólksins, sem um munar. Jónas H. Haralz hagfræðingur, sem áttaði sig á undan flestum öðrum á því, að ,,velferðarríkið“ væri komið á villi- götur, mælti snemma á þessu ári fyrir nýrri efnahagsstefnu Sjálf- stæðisflokksins, Endurreisn í anda frjálshyggju. Hafa hinar miklu ritdeilur um hana verið mjög fróðlegar, en ræða Jónasar kom nýlega út í bæklingi. í tilefni fimm- tíu ára afmælis Sjálfstæðisflokks- ins 25. maí 1979 kom út bókin Sjálfstæðisstefnan. Ræður og rit- gerðir 1929—1979, og er hún sýnisbók borgaralegrar hugsunar um stjórnmál síðustu hálfa öldina á íslandi. Og við gáfum nýlega fimmtán ungir frjálshyggjumenn út bókina Uppreisn frjálshyggjunn- ar, sem samin er fyrir hugmynda- baráttu samtímans, baráttu frjáls- lyndis og stjórnlyndis. Enn ber að nefna það, að á áttræðisafmæli Friedrichs A. Hayeks 8. maí 1979 62

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.