Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 69

Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 69
Akranes hefur löngum verið talinn elnn af stærstu útgerðarbæjum landsins. Akranes varð kaupstaður í júní 1941 en fræðimenn telja að Akranes hafi verið fyrsta sjávarþorpið sem myndaðist á íslandi og ástæðan verið mikil fiskgengd í Faxaflóa og Hvalfirði á 17. öld. Útgerð- armenn á Akranesi hafa alla tíð þótt stórir ísniðum og gerðu einnig út frá verstöðvum á Reykjanesi hér áður fyrr. Þeir reistu miklar verbúðir í Sandgerði og hafa þar með lagt grunninn að þeim útgerðarbæ. Akra- neskaupstaður stendur á jörðinni Skipaskagi í landnámi Ketils Bresa- sonar. íbúafjöldi á Akranesi rúmlega tvöfaldaðist á 25 ára tímabili frá 1925—1950 og jókst síðan um 79% á næsta 25 ára tímabili frá 1950- 1975. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands var íbúatala Akraness 4752 1. des. 1978. armenn í rafvirkjun, húsasmíði og málmgreinum. Nemarnir þurfa ekki að vera á samningi hjá meist- ara en þeir starfa úti í fyrirtækjum ákveðinn hluta námstímans. Þá útskrifar fjölbrautaskólinn einnig vélstjóra 1. stigs og næsta vetur mun verða starfrækt undirbún- ingsdeild að tækninámi. Næsta vor mun skólinn útskrifa 12—15 stúdenta, en það verða jafnframt fyrstu stúdentarnir sem Ijúka því námi á Akranesi. Bóknámsmennt- un á raungreinasviðinu felst í eðl- isfræði, náttúrufræði og viðskipta- braut, en úr viðskiptabraut geta nemendur lokið verzlunarprófi eöa haldið áfram og lokiö stúd- entsprófi. Þá er um að velja tæknibraut og hjúkrunarbraut. Útgerðin slær taktinn Útgerðin hefur gengið nokkuð vel frá Akranesi það sem af er ár- inu þegar það er borið saman við heildina. 3 skuttogarar hafa verið gerðir út og unnið hefur verið að því að fá þann fjórða. Til marks um það hve atvinnulífið er enn háð útgerðinni nefndi Magnús Odds- son sem dæmi, að nú í vetur hefði einn skuttogarinn bilað og verið lagt á meðan viðgerð fór fram. Þá hefði tala atvinnulausra hækkaó úr 1 í 50—60 manns við það að eitt frystihúsanna varð að loka vegna hráefnisskorts. Sagði Magnús að þessi tala atvinnulausra segði þó ekki nema hálfa söguna. Þetta væru einungis þeir sem væru án vinnu og hefðu jafnframt rétt til at- vinnuleysisbóta. Fjölmargar hús- mæöursem heföu misst atvinnuna hefðu ekki farið á skrá þar sem önnur fyrirvinna væri á heimilinu og þær hefðu því ekki rétt til bóta. Fyrir utan þessa tímabundnu stöövun hefðu aflabrögð togar- anna verið sæmileg. Á loönuver- tíðinni varö Bjarni Ólafsson annað hæsta skipið á landinu en það er eitt af fullkomnustu nótaskipum landsins. Togarinn Víkingur, sem einnig er gerður út frá Akranesi, varð 4. hæsta skipið á loðnuver- tíðinni en honum var breytt í nóta- Magnús Oddsson, bæjarstjóri, á fundl með samstarfsmönnum sínum. 69

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.