Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 70

Frjáls verslun - 01.07.1979, Side 70
Vinnan í frystihúsunum er strembin en launin góð, ef vel er haldið á spöðunum. skip á sínum tíma. Aörir stærri loðnubátar svo sem Árni Sigurður, Rauðsey og Skírnir og fleiri smærri skip frá Akranesi hafa öll veitt vel í ár. Loðnan hefur verið fryst fyrir markaðinn í Japan auk þess sem talsvert hefur verið brætt. Höfnin á Akranesi hefur lengi verið ófullnægjandi vegna úthafs- öldu sem kemur inn flóann og fer fyrir hafnarmynnið en þessi alda getur verið á annað hundrað metrar á breidd. Af þessum sökum hefur oft og tíðum verið mikil sjáv- arhreyfing inni í höfninni og dæmi um það að skip bundin við bryggju hafi færst 6—8 metra fram og aftur í verstu veðrum. Fyrir 2 árum varð stórtjón í höfninni vegna þess að aldan fór yfir hafnargarðinn í fár- viðri og lagði nýtt skip, Bjarna Öl- afsson svo gott sem á hliðina. Til þess að ráða bót á þessu er verið að hlaða grjótgarð sem mun ná um 120 metra framfyrir hafnar- mynnið. Þetta er 3ja árið sem unnið er við garðinn og er stefnt að því að Ijúka gerð hans á þessu ári en síðan mun garðurinn verða þyggður meðfram hafnargarðin- um alla leið uppí fjöru. Tilraunir með líkan hafa þegar sýnt mikla breytingu á sjávarhreyfingu í höfninni eftir því sem miðar áfram við gerð grjótgarósins. Þannig hefur verið reiknað út að togkraft- ur í landfestum skipa, sem bundin eru við bryggju Sementsverk- smiðjunnar, muni minnka úr 115 tonnum í 20 tonn þegar garðurinn er fullgerður. 400 þúsund á mánuði fyrir mikla vinnu Við litum inn í frystihús Heima- skaga. Þar var unnið á fullu við pökkun á ufsa fyrir bandaríkja- markað. Verkstjórarnir sögöu að síðan togarinn Krossvík komst aftur á veiðar eftir bilunarstöðvun hefði verið stanzlaus vinna síðan Prjóna- og saumastofa. Við framleiðum úr íslenzkri ull m.a. peysur, jakka og hyrnur. UTSOLUSTAÐIR: Fríhöfnin, Rammagerðin Álafoss, íslenzkur heimilisiðnaður. Stillholti 18, Akranesi sími 93-2080 - 2580 70

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.