Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1979, Qupperneq 82

Frjáls verslun - 01.07.1979, Qupperneq 82
til umrædu Rekstur fríhafnarverzlunar boðinn út? í hringlandahættinum og stjórnleys- inu, sem er að keyra allt um koll hjá ríkisstjórninni og stuðningsmannahóp hennar, koma þó öðru hverju fram hug- myndir hjá einstaka ráðherra, sem allrar athugunar eru verðar og sýnast horfa til bóta ef af framkvæmdum yrði. En það er að vísu svo margt, sem þingmenn stjórnarflokkanna og ráðherrar hafa lát- ið sér detta í hug og frá þeim hefur farið opinberlega þótt engin alvara sé þar að baki. Hugmyndir eru settar fram í ein- hverju fljótræði eða sem mótleikur í stöðugu pókerspili stjórnarflokkanna innbyrðis eða gagnvart hagsmunasam- tökum út á við. Það fylgir sjaldnast nokkuð á eftir í raunhæfri framkvæmd. Eitt mál af þessu tagi er hugmynd, sem fjármálaráðherra viðraði nýlega um útboð á rekstri fríhafnarinnar á Kefla- víkurflugvelli. Við vitum alls ekki enn, hvort sá mæti maður var að mæla af fullri hreinskilni og segja hug sinn allan eða hvort upp á þessu var fitjað í því augnamiði einu að þagga niður í nokkr- um starfsmönnum fríhafnarinnar, sem höfðu gert uppsteyt út af launadeilu við fjármálaráðuneytið og neituðu að af- greiða ódýrt brennivín ofan í landann. Hvort sem ráðherrann telur ástæðu til að nefna þessa hugdettu sína aftur eða ekki, skal undir hana tekið hér. Þó að í litlu sé, er hér á ferðinni tillaga um sam- drátt í ríkisumsvifum innan þjónustu- greinar, sem hið opinbera þarf ekki og á ekki að vera að vasast í. Þar með er ekki sagt að ríkið verði að þola tekjumissi, ef sú tilhugsun færi fyrir brjóstið á ein- hverjum, þótt rekstri fríhafnarverzlun- arinnar yrði afsalað í hendur einkaaðila eða félaga. Með ýtrustu hagræðingu í starfsmannahaldi og hagsýni að leiðar- ljósi í öllum rekstri eins og einkafram- takinu er bezt treystandi til þarf ábati ríkisins af fríhöfninni ekkert að minnka frá því sem nú er. Einhverjir kunna að spyrja, hvort þetta útboðsfyrirkomulag brjóti ekki í bága við lög og venjur um einkasölu ríkisins á áfengi og tóbaki. Svo er alls ekki og ber í því sambandi að minnast meðferðar flugfélaga og skipafélaga á tollfrjálsu áfengi og tóbaki handa far- þegum sínum og því eftirliti, sem inn- lend tollyfirvöld hafa haft með birgða- geymslum þessara aðila og afgreiðslu varnings frá þeim. Á Kastrup-flugvelli í Kaupmanna- höfn, sem margir íslendingar eiga leið um, er rekin fríhafnarverzlun með áfengi og tóbak. Það er ekki danska rík- isstjórnin, sem stendur í þeirri kaup- mennsku frá degi til dags. Hún lætur aðra um það. Því fer þó fjarri að danska ríkið fari með þessu á mis við einhverjar tekjur, sem það ella hefði. Fríhafnar- reksturinn er boðinn út og samið við hæstbjóðanda. Til skamms tíma var það SAS-flugfélagið, nokkurs konar ríkis- flugfélag í Danmörku, sem annaðist þessa verzlun. Það skilaði til danska rík- isins verulegum upphæðum. En aðrir gátu gert betur. Það sannaðist, þegar samningar við SAS runnu úr gildi og fríhafnarreksturinn var boðinn út. Danska leiguflugfélagið Sterling Air- ways, sem er í einkaeign, bauð ríkinu 56,5% af heildarveltu verzlunarinnar en SAS 44%. Það er fyllilega tímabært að fara þessa leið varðandi fríhöfnina á Keflavíkur- flugvelli. Það á að stíga skrefið til fulls og bjóða alla verzlun fríhafnarinnar út. Vonandi yrði það fyrirboði enn frekari breytinga í sömu átt hjá ríkinu. 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.