Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 24
plexiglas
Höfum ávallt fyrir-
liggjandi frá
röhm
í Vestur-Þýzkalandi
úrval af plexiglas
plastgleri í mörgum
þykktum og litum.
Plexiglas og Makrolon
1-10 mm þykkt og 3ja mm
mótað — hentar vel til
margvíslegustu nota —
svo sem:
Undir stóla á vinnu-
stöðum, í handrið,
glugga á skipsbrýr,
hringstiga — og ótal
margt fleira.
Sníðum eftir ykkar
óskum og teikningum.
Bilasmiðjan hf.
Laugavegi 176
Símar 3-37-04 & 8-21-95
Reykjavík
um, þá eru nú komnir til sögunnar
gámar sem eru sérsmíðaðir til af-
markaðra nota. Með auknum
gámaflutningum þarf að uppfylla
óskir viðskiptavinarins um flutning
á ýmis konar varningi í gámum, en
margar vörutegundir eru illflytjan-
legar í venjulegum gámum. Hér
skulu nú nefndar nokkrar tegundir
gáma.
Frystigámar:
Þessir gámar ganga annað hvort
fyrir eigin vélarafli eða eru tengdir
við rafkerfi skipsins.
Einangraðir gámar:
Notaðir til flutnings á t.d. græn-
meti, eða ferskum ávöxtum.
Stórflutningagámar:
Notaðir til dæmis við flutning á
korni og alls kyns duftkenndum
varningi.
Topplausir gámar:
Hagkvæmir þegar þarf að lesta í
þá þunga vöru eða tæki og vélar
sem erfitt er að koma innum dyrn-
ar. Sama gildir einnig með gáma
með engum hliðum eða endum,
eru bara rammarnir.
Gámageymar:
Þessir gámar eru notaðir til flutn-
ings á fljótandi varningi.
Einnig eru til fleiri tegundir
gáma s.s. gámar, sem eru aðeins
fjögur fet á hæð og notaðir eru til
flutnings á járnpípum stálplötum
og þ.h. varningi sem er það þung-
ur að venjulegir gámar myndu að-
eins nýtast að hluta. Fleiri tegundir
mætti nefna svo sem glergáma og
bílagáma.
Þróunin í smíði gáma hefur verið
mjög ör á undanförnum árum og á
eflaust eftir að fara inn á nýjar
brautir, en samræmd gerð verður
alltaf nauðsynleg vegna flutninga
á gámum frá einu samgöngutæk-
inu til annars.
24