Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 71
Slippstöðin:
Teikningar aö togurum
lyrir litlu plássin
og þreifað fyrir sér á Kanadamarkaði
Aðstöðumunur
jafnaður
Gunnar kvaö nýbúið að breyta
reglunum fyrir Fiskveiðisjóð vegna
fjármögnunar nýsmíða. Nú er
heimild fyrir hendi að taka erlent
lán allt að 75% af andvirði skips.
Kaupandi yfirtekur lánið, en Fisk-
veiðisjóður tekur það að sér og
framlengir til 15—20 ára. Eftir 7 ár
er erlenda lániö búið og 7/18
hlutar lánsins greiddir. Þetta jafn-
aði aðstöðumuninn sem var milli
íslenzkra og erlendra skipasmíða-
stöðva.
Ekki kvað Gunnar enn hafa
komið til þess að þessi nýja heim-
ild hefði verið notuð, nema e.t.v.
í örfáum tilfellum enn sem komið
væri. Hinsvegar kvaðst hann vita
að ekki væri sérlega erfitt að fá slík
lán erlendis ef viðunandi trygg-
ingar væru fyrir hendi.
,,Hér er alltaf verið að þreifa fyrir
sér um nýsmíðar skipa. Við viljum
helzt framleiða mörg skip sömu
tegundar. Það hefur háð okkur að
smíða í sífellu nýjar og nýjar gerðir
skipa. Við höfum nú teiknaö nýja
gerð af togara. Hugmyndin er sú
að þessir togarar séu hagkvæmir
fyrir minni plássin þar sem af-
kastagetan er lítil. Við höfum þeg-
ar fundiö mikinn áhuga og þörfin
er ótvíræð. Þessir togarar eru um
46 metrar á lengd og taldir um 400
tonn. Sigurbjörg ÖF, síðasta ný-
byggingin okkar var stærri, 55
metra löng og um 500 lestir á
stærð."
Skiptil Nýfundnalands
Þá kvað Gunnar Ragnars þá
Slippstöðvarmenn hafa leitaö fyrir
sér erlendis, m.a. í Kanada.
,,Við tókum þá ákvörðun að for-
hanna fiskiskip sem komið gæti til
greina hjá þeim í St. John á Ný-
fundnalandi og fallið að óskum
þeirra og kröfum til slíks fiskiskips.
Þetta er óneitanlega mikill kostn-
aöur fyrir okkur. En ég tel að fyrir-
tæki sem Slippstöðin verði að taka
nokkra áhættu. Okkur hefur líka
vaxið fiskur um hrygg. Þetta hefð-
um við ekki getað gert fyrir nokkr-
um árum. Og þetta er að þakka
góðri tæknideild. Auk þess höfum
viö það forskot að vera í góðum
tengslum við fiskimenn."
Skipið, sem teiknað hefur verið
með Kanadamarkað í huga, er í
mörgu tilliti líkt Sigurbjörgu ÓF,
minna þó. Tveir fulltrúar frá St.
John fóru í veiðiferð með Sigur-
björgu til að kynnast skipinu nán-
ar. Og nú bíða þeir spenntir eftir
Kanadamönnum. Þar í landi
stendur fyrir dyrum endurnýjun á
fiskiskipastólnum. Auðvitað er það
von manna nyrðra að af smíðum
verói fyrir Kanadamennina, og þá
jafnvel á nokkrum skipum.
„Annars erum við alltaf bjart-
sýnir hér í Slippstöðinni," sagði
Gunnar Ragnars að lokum. ,,Við
höfum séð það svartara. Óvissan
er verst, en þrátt fyrir oft á tíðum
anzi þungan róður þessi tíu ár sem
ég hef verið forstjóri, þá hefur allt-
af rætzt úr, og náttúrlega lifum við í
voninni um að senn komi betri
tíð," sagði Gunnar Ragnars að
lokum.
Unnifl f tæknideild að teikningum tog-
ara fyrir litlu plássin.
71