Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 78
Iðnaðarbanki
>•
Islands
ÚTIBÚ,
GEISLAGÖTU 14,
AKUREYRI.
SÍMI 96-21200.
KAUPSYSLUMENN!
IÐNAÐARMENN!
viðskipti við
IÐNAÐARBANKA
ISLANDS
tryggja öruggan
rekstur og
uPpbyggingu í
landinu.
SÍMI 96-21200,
AKUREYRI.
Gunnar ásamt Pétri bruggmeistara við
öltankana.
Eitt af því sem gerir Akureyri hvað þekktasta í hugum almennings er
ölið frá Sana, Thule-ölið. Mörgum finnst þó sorglegt að þar skuli
bruggað gott öl og sterkt, en það síðan „eyðilagt“ með útþynningu
niður í 2.5 prósent styrkleika. En þetta er það sem gert er í ölverk-
smiðjum okkar í dag.
,,Það gefur auga leið að ef sterkt öl verður heimilað á markaði í dag, þá
verða ölgerðirnar stór og sterk fyrirtæki," sagði forstjóri Sana, Gunnar
Kr. Finnbogason í viðtali við Frjálsa verzlun.
Þrátt fyrir að Thule-ölið sé sú framleiðsla sem þekktust er á markaön-
um, framleiðir fyrirtækið alls 9 tegundir af gosdrykkjum og öli, Jolly Cola,
Mix, Læm, appelsín, maltöl og Thuleöl svo eitthvað sé nefnt.
Afkastageta 7 þús. lítrar á dag
„Annars hefur verið brjálað að 'gera hér í sumar, dauði tíminn er
framundan, alveg þangað til framleiðslan fyrir jólamarkaðinn hefst,"
sagði Gunnar.
Afkastageta Sana-verksmiðjunnar er um 7000 lítrar á dag, en það eru
um 20—22 þúsund flöskur, miðað við að framleidd sé ein tegund.
78