Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 69
Við spurðum Gísla hvort þar'na
væri verið að undirbúa komu er-
lendra olíufursta og auðmanna.
Hann kvaðst viss um að Akureyr-
ingar mundu taka á móti þeim jafn
vel og öðrum sem þangað kæmu.
Þeyst eftir
Mývatnsrúnti
Gísli sagði í því sambandi að
skipakomur í sumar hefðu verið
óvenju miklar og yrðu á næsta
sumri jafnvel enn meiri. Ferða-
mannaskip komu 5 sinnum. Ekki
var Gísli alls kostar ánægður með
þá dagskrá, sem ferðafólkinu er
boðið upp á, þ.e. Mývatnsrúntinn
svokallaða. Hann kvaðst hafa aðr-
ar hugmyndir um þaö hvernig hafa
ætti ofan af fyrir gestunum og
kvaðst vilja lengja viðdvölina, sem
til þessa hefur aðeins verið 4 tímar.
Mývatnsferðin ásamt tilheyrandi
mat í Reynihlíð væri því þeysi-
sprettur frá upphafi til enda.
Við spurðum Gísla um hótelmál
höfuðstaðar Norðurlands.
Hann viðurkenndi að þar væri
komið við kviku. í rauninni væri
ekkert boðlegt hótel lengur á
Akureyri. Hótelið á Húsavík virtist
hafa mun meira aðdráttarafl fyrir
ráðstefnur og mannamót en
hótelin þrjú á Akureyri og væri það
e.t.v. ekki erfitt að skilja.
Kvaðst Gísli hafa heyrt að
KEA-menn hugsuðu sér til hreyf-
ings. Stækkun og endurbætur á
Hótel KEA stæðu nú fyrir dyrum.
Hinsvegar hefði enn sem er ekkert
verið staðfest af þessum orörómi.
Þaö væri þó óskandi að úr yrði
bætt og það sem allra fyrst.
Hlíðarfjallið orðið að alþjóðlegum skíðastað
Hótel KEA stækkar
f gestamóttöku Hótel KEA
,,Það er ekkert launungarmál
aö stækkun og endurbætur á
hótelinu eru í meðferð og hug-
myndir okkar hafa verið kynnt-
ar í bygginganefnd Akureyrar,"
sagði Sigurður Jóhannesson,
aðstoðarforstjóri Kaupfélags
Eyfiröinga á Akureyri í viötali
við FV.
Siguröur kvaðst verða að játa
að nú væri svo komið að hótel-
rými á Hótel KEA væri orðið of
lítið og fullnægði e.t.v. ekki
kröfum tímans.
Hann kvað stækkunina og
breytingar tengjast því að nú er
mjólkursamlag KEA að flytja úr
Gilinu í mikla nýbyggingu.
Áætlað er að flutningum verði
endanlega lokið um eða upp úr
áramótum næstkomandi. Þá
mun Brauðgerð KEA flytja úr
núverandi húsnæði suður af
hótelinu í gamla mjólkurbúið.
Ætlunin er semsé að nýta
það húsnæði sem brauögerðin
hefur í dag. Hákon Hertervig og
Tieknistofa SÍS hafa nú með
höndum tillögugerð um nýt-
ingu húsnæðis brauðgerðar-
innar fyrir hótelið. Hákon
kvaðst nú vera að enudrskoða
tveggja ára gamalt plan um
stækkun þessa. Hann kvaðst
ekki geta á þessu stigi málsins
geta sagt um hvað gert yrði, en
rætt væri um að leggja í einn
áfanga verksins nú í vetur.
69