Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 91

Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 91
er átt með þessu er, að oft reynist það mun betri lausn að setja hávaðasamar vélar saman á ein- um stað í stað þess að dreifa þeim yfir flötinn, gagnstætt því sem margur myndi ætla verða minni óþægindi af hávaða á þann hátt. Til þess að draga úr bergmáli er oft gripið til þess ráðs að klæða veggi með mjúkum efnum, þessi efni mega ekki vera þess eðlis aö þau dragi til sín ryk. Til þess að minnka hávaða og bergmál eru loft iðulega niðurtekin og þá með einföldum hljóðgildrum úr spóna- plöturenningum, sem um leið geta verið skreyting. Gólfteppi draga úr hávaðamögnun. Þarsem gólfteppi henta ekki er hægt að nota sér- stakar vinyl-gólfflísar, sem eru þannig gerðar að þær deyfa hljóð. Ekkert loftræstikerfi ætti að setja uþp fyrr en sérfræðingur hefur gert ráðstafanir til þess að það sé hljóðdeyft. Litir Nú er það að sjálfsögðu svo að litavali stjórnar mismunandi smekkur fólks. Það kemur þó mörgum á óvart, að litir í atvinnu- húsnæði lúta ákveðnum og viður- kenndum reglum. Með lit, alveg á sama hátt og með tónlist, er hægt að skapa ákveðið andrúmsloft. Litur getur verið hvetjandi, róandi, heitur, kaldur, hlutlaus, niður- drepandi og jafnvel kauphvetj- andi. Eins er hægt að fá fram ákveðin æskileg áhrif með því að tefla saman tveimur eða fleiri lit- um. Svo einhver dæmi séu nefnd getum við tekið skurðstofu eða kjötvinnslu. I báðum tilvikum er hreinlætiö undirstrikað með hvítu eða Ijósbláu, hreint og kalt. Hvíldarherbergi eru yfirleitt höfð í grænum lit, enda er grænt róandi. Diskótek er gjarnan haft svart/hvítt/silfur/ og rautt og með því að bæta flökkuljósum við má tryggja að þar inni veröi flestir þandóðir. Þægilegasta og jafn- framt virkasta vinnuumhverfið er í gulu, orange og brúnu, ungt fyrir- tæki á uppleið notar gjarnan rautt í stað orange til að verka drífandi. Þannig mætti lengi telja. Þótt farið sé eftir þessum staðreyndum fer því fjarri að smekkur fólks geti ekki fengið að njóta sín, aðalatriðið er að litirnir séu notaðir í þágu mark- miða. Lýsing Lengi hafa verið skiptar skoð- anir um það meðal sérfræðinga hvort sé betra, staðbeind vinnu- lýsing eða jöfn lýsing yfir allan flötinn. Orkukreppan hefur leitt til þess að flestir aðhyllast sérhann- aða lýsingu enda hefur iðulega komið í Ijós að atvinnuhúsnæði hefur verið yfirlýst allt að 90% miðað viö þær kröfur sem nú eru upþi. Ljómun lampa er mæld í L/W (Lumen/wött). Til viðmiðunar er Ijómun venjulegra flúrlampa 53—78 L/Q, kvikasilfurslampa 36—53 L/W og HID lampa 76— 125 L/W (High-intensity dis- charge). Lýsingaþörf eftir orkukreppuna er talin vera sem næst: — Vinnuborð 7o ftcd (foot- candles) — Hliðarrými 50 ftcd — Göng 10 ftcd Þessar tölur koma í stað 70—150 ftcd sem áður giltu, þ.e. áður en farið var að sérhanna lýs- ingu fyrir ákveðnar aðstæður. Þessi lýsing er ,,bein“ þ.e. hvert vinnuborð er sérstaklega lýst. Það ber þó að hafa í huga að slík lýsing hentar ekki á öllum skrifstofum. T.d. þar sem fólk er mikið á hreyf- ingu, t.d. við afgreiðslu, hentar hún alls ekki. Þar þarf lýsing að vera ,,óbein“, — jöfn yfir flötinn og mun meiri. r------------------------- Canon NP50, sem Skrifvélin h.f. flytur inn. Fyrirtækið Skrifvélin h.f. er nú um þessar mundir að fara af staö með kynningu á nýrri gerð Ijósritunarvélar. Þessi Ijósrit- unarvél er að því leytinu frábrugðin mörgum gerðum eldri Ijós- ritunarvéla, að hún notar venjulegan paþpír, en sem kunnugt er þurfa flestar tegundir Ijósritunarvéla sérstakan pappír og getur það oft haft í för með sér ýmis konar vandræði og tafir. Þessi nýja Ijósritunarvél er af gerðinni Canon NP 50 og er verð hennar um 1800 þúsund krónur. Vélin hefur veriö á markaðnum í Evrópu í um tvö ár og er á góöri leið með að verða söluhæsta vélin þar. Kostir hennar eru margir. Hún er mjög fyrirferðarlítil miðað við sambærilegar Ijósritunarvélar, bilanatíðni hennar er miklu minni en í eldri Ijósritunarvélum og hún þarfnast minna eftirlits. Hún er auðveld í allri notkun og síðast en ekki síst að hún prentar á venjulegan pappír í stærðunum A6—B4 og allt þar á milli. Hún Ijósritar einnig á glærur og litaðan pappír. Það er eins og áður sagði fyrirtækið Skrifvélin h.f. sem hefur umboð fyrir Canon NP 50, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Örn Jónsson. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.