Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 40
adutan Olíumarkaðurinn í Rotterdam er eitt umtalaðsta fyrirbæri úr hinum alþjóð- lega viðskiptaheimi, sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn á íslandi hafa haft á dagskrá undanfarna mánuði. Ástæðan er að sjálfsögðu sú viðmiðun, sem höfð er af verðþróun á þessum markaði við verðákvarðanir á rússneskri olíu, sem keypt er hingað til lands. Margt hefur verið sagt um spákaupmennskuna í Rotterdam en íþessari grein virðum við ögn nánar fyrir okkur mennina, sem spekúlera á markaðnum, hvernig starfdagarnir líða og andvökunæturnar ætla aldrei að taka enda. Greinin er byggð á frásögn blaðamanna Börsen í Kaupmannahöfn. Olíumiölararnir í menn, sem lifa — Viö erum hvorki svindlarar eöa glæpamenn. Spákaupmenn- irnir búa líka viö frjálst markaðs- kerfi og gera viðskipti eins og hverjir aðrir kaupsýslumenn. Þaö, sem aðgreinir þá frá fjöldanum er aö þeir rembast við það einir og yfirgefnir að komast yfir sem stærstan gróða á sem skemmstum tíma — og eru tilbúnir að taka á sig stórfellda áhættu til að ná jafn- stórkostlegum efnalegum ábata í skyndi. Þaó er einn af þessum þvott- heldu olíuspekúlöntum í Rotter- dam sem hefur orðið. Hann veit hvað hann er að segja. Hann var eitt sinn einn helzti Nafta-miðlar- inn á markaðnum, en ,,datt á nefið nokkrum sinnum“. Nú lifir hann öllu litlausari tilveru sem milliliður milli kaupenda og seljenda á markaönum og fær 25% þóknun fyrir hvert tonn af olíu, sem hann miðlar. Hata blaðamenn Það kom í Ijós, þegar dönsku blaðamennirnir fóru ofan í saum- ana á þessum málum fyrir nokkr- um mánuðum, að í röðum olíu- miðlaranna eru fulltrúar fjölmiðl- anna hataöir eins og pestin. Boð- orð þeirra númer 1 er aö þegja um athafnir sínar. Þrátt fyrir þetta tókst blaðamönnunum að fá einn úr þessum hópi til að leysa frá skjóðunni og segja allt af létta um furðuheim Rotterdamhöndlar- anna. Þessi umræddi heimildarmaður er um tveir metrar á hæð og er í allri framkomu eins og eitthvað á milli bílasala og veðmangara, klæddur bláum jakka og gráum buxum. Hann minnir einna helzt á vélbyssu, þegar hann talar. Orðin renna út úr honum í gusum með stuttum hléum. Hann gerir ekkert sérstakt númer úr því að hann er afskaplega upptekinn maður. Og hann opnaði ekki munninn fyrr en honum hafði verið lofað að nafn- inu yrði haldið algjörlega leyndu. Hann vildi nefnilega síöur, af skilj- anlegum ástæðum, missa við- skiptavini vegna samtals við tvo danska blaðamenn á skrifstofu sinni, sem einna helzt líkist lög- fræðiskrifstofu rétt fyrir flutning. Það fyrirfinnst engin bókaskrudda né pappírssnifsi í herbergi for- stjórans. Aðeins skrifborö, stóll og sími. — Viö vitum vel, að spákaup- mennirnir eru óvinsælir, af því að þeir hafa mikil áhrif á olíuverðiö enda þótt þeir miðli aðfeins litlu magni. En þetta er jú frjáls heimur, sem við búum í og allir hafa áhuga á að mata krókinn. Ég græddi um það bil eina milljón dollara fyrir viðskiptavin minn á tveim dögum í febrúar. En þetta var nú undan- tekningartilfelli. Miðlararnir fá yfir- leitt í sinn hlut einn dollar á hvert tonn viö hagstæðustu skilyrði en áhættan að tapa fimm dollurum á hverju tonni er ennþá meiri. — Þessi eini dollar á að mæta kostnaði vegna launagreiðslna, stjórnunar, fjármagns og fyrra taþs. Það verður svo sem ekki mikið eftir, af því að oftast er tapið mikið. Orðrómur á kreiki... Til dæmis hafði einn miðlarinn keypt olíufarm, sem var á leiðinni yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og hafði borgað 15 dollara fyrir hverja tunnu. Þessi viðskipti hans spurðust út og kaupendurnir héldu að sér höndum. Orðrómur var á kreiki um að miðlarinn ætti ekki peninga til að losa olíuna úr skipinu á áfangastað. Dag eftir dag þurfti hann að horfa upp á það að tilboð kaupendanna í farminn lækkuðu og lækkuðu. Þegar þau voru komin niður í 10 dollara á tunnu seldi hann. Þessir hlutir gerast líka á markaðnum. — Eða tökum eitt nýjasta dæm- iö. Einn af miölurunum hér í Rott- erdam keypti mikið olíumagn á röngum tíma. Hann var of seinn á sér. Hann keypti sem sagt rétt áður en verðið hrapaði eftir að hafa tvöfaldast í janúar og febrúar. Það var ekki um neitt annaö að ræöa fyrir hann en að loka. Lánadrottn- arnir fá kannski 10% af því sem hann skuldar þeim. Hann kemur tæpast inn á markaðinn aftur. Ekki vegna lánadrottnanna heldur vegna viðskiptalegra töfrabragða, sem ekki eru þoluð hér. — Þar að auki hafa umsvifum olíumiðlar- 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.