Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 18
innlen^^^_ „Skipulag verðlagsmála í vegi fyrir hagkvæm- um gámaflutningum” — segir Valtýr Hákonarson, skrifstofustjóri Eimskips „Eimskipafélagið byrjaði gámaflutninga í smáum stíl fljótlega eftir 1950. Þriggja til fimm cubucmetra gámar voru notaðir í Gullfossi. Síðar urðu gámarnir stærri og árið 1964 voru í eigu félagsins nokkrir tugir gáma af stærðinni 5.5—8.7 cbm,“ sagði Valtýr Hákonarson, skrifstofustjóri hjá Eimskipafélagi íslands, í viðtali við Frjálsa versl- un. Valtýr er einn þeirra, sem þekkja manna best til gámaflutninga, en Eimskipafélagið varð fyrst skipafélaga íslenskra, til að taka upp vöruflutninga í gámum. ,,Um miðjan sjöunda áratuginn var gámavæðingin orðin mjög mikil í heiminum. Á þessum tíma var þó ekki álitið að gámaflutning- ar gætu orðið hentugir samanbor- ið við pallettuflutninga, ef ein- göngu ætti að flytja gáma á milli hafna. Reyndin hefur orðið sú, að með bættum tækjakosti hafa þeir orðið hagkvæmari frá höfn til hafnar. Byggingarlag og tækni skipa fellur orðið betur að gáma- notkun og berlega hefur komið í Ijós hversu gámanotkunin hefur bætt vörumeðferðina". „Bakkafoss“ sérstaklega ætlaður til gámaflutninga „Hvað á Eimskipafélagið marga gáma í notkun"? „Félagið hefur í notkun í dag tæplega 1700 gáma af ýmsum stærðum og gerðum. Félagið á sjálft um 1200 gárpa, en hinir eru í leigu aöallega hjá CTI (Container Transport International) og Sea Containers. Sem dæmi um aukn- ingu gámaflutninga hjá Eimskip má nefna að á milli áranna 1977 og 1978 jókst fjöldi gáma sem félagið flutti um Reykjavíkurhöfn um 23%“. „Hvernig eru skipin búin til gámaflutninga“? „Þrettán af skipum félagsins eru hönnuð með gámaflutninga fyrir augum ásamt annarri vöru. Hins vegar er aðeins eitt skipanna byggt sérstaklega til flutnings á gámum, það er m.s. Bakkafoss., og Bakkafoss er raunar fyrsta skipið í eigu Islendinga sem er sérstaklega ætlað til gámaflutn- inga. Auk þess er skipið mjög hentugt til þungaflutninga. Það getur lestað hátt í 4000 tonn. Af gámum getur skipið lestað um 116 fulllestaða tuttugu feta gáma, en ef gámar á þilfari eru léttir getur heildargámafjöldinn orðið 132. Önnur skip félagsins geta flutt talsverðan fjölda gáma, eða öll til samans um 1345 tuttugu feta gáma“. „Hlutfallslega mestir gámaflutningar eru frá Bandaríkj- unum enda er Bakkafoss, sem siglir á Portsmouth eina skipiö sem einvörðungu flytur gáma, en ekki er búist við hlutfallslegri aukningu í gámaflutningum á þessari leið. Öðru máli gegnir um siglingar í Evrópu. Þar er augljós þörf fyrir gámanotkun og er hún þó talsverð fyrir. Kemur brátt að því að setja þarf í áætlunarsigling- ar skip, sem geta flutt fleiri gáma, en þau sem notuð eru í dag". Vilja auka gámaflutninga „Hvernig hentar hafnaraðstaða Eimskipafélagsins fyrir gáma- flutninga“? Vissulega má bæta hana mikið, en fullkomnustu hafnaraðstöðu og tækjanotkun verður varla komið við nema við mun meira vöruflæði en íslenskur markaður getur boðið uppá. Þrátt fyrir tiltölulega ófull- nægjandi aðstöðu álítur Eim- skipafélagið það vera hagkvæmt að auka gámaflutningana. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.