Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 29
Óskir
skipafélaganna
Hafnarstjóri kvað rætt hafa verið
við skipafélögin um þessa nýju
aðstöðu og spurzt fyrir um óskir
þeirra í þessum efnum. Upphaf-
lega komu óskir frá Eimskipafé-
laginu þar sem fram kom að flutn-
ingar félagsins mundu æ meir
verða gámaflutningar. Var óskað
eftir meira leyfilegu álagi á hafnar-
bakkann en áður hefur tíðkazt við
hina hefðbundnu aðferð við losun
og lestun. Á Sundabakka er t.d.
leyfilegt álag 2,5 tonn á fermetra
en verður 4 tonn á fermetra á
hinum nýja Kleppsbakka. Óskir
Eimskipafélagsins miðuðust meira
við hina svonefndu ,,lo—lo" að-
ferð, en ,,ro—ro“ aðferðin væri þó
ekki útilokuð.
Hafskip hf. kom svo nýlega með
sínar óskir, sem gera einkum ráð
fyrir losun og lestun með ,,ro—ro"
aðferðinni. Til að leysa vanda Haf-
skips um sinn, hefur verið gerð
bráðabirgðabrú fyrir hið nýja
leiguskip félagsins vió vöru-
skemmurnar á Grandagarði. Þar
verður hægt að aka á land léttari
vögnum. Vegna sjávarfalla mun þó
nýtingarmöguleikinn takmarkaður
hvað varðar hliðarportin á skipinu.
Hafskip njóti
forgangs
Oft hefur því heyrzt fleygt að
Eimskipafélag Islands njóti óeöli-
lega mikillar fyrirgreiðslu hjá
hafnaryfirvöldum Reykjavíkur.
Hafnarstjóri kvað Eimskipafélagið
um langt skeið hafa verið lang-
stærsta viðskiptavin hafnarinnar.
Hins vegar teldi hann að svo vel
hefði verið búið að félaginu með
alla aðstöðu, að þaö gæti vel við
unað um sinn. Hefði hann
persónulega lagt til í hafnarstjórn
að næst bæri að leysa vanda Haf-
skips, sem aka þarf stórum hluta
flutningsins með skipum félagsins
um langan veg til vöruskemma,
sem standa fjarri hafnarbakka.
,,Við Kleppsbakkann nýja hugs-
um við okkur að hægt verði að
leysa vandamál gámaflutninga-
skipanna. Þar eiga tvö slík að geta
lagzt að í einu. Þá verður vandi
þessara ,,multi—purpose" skipa,
eða fjölhæfu skipa, eins og Haf-
skip hefur tekið á leigu, einnig
leystur. Þar verður hægt að losa
skipin út um hliðarport, en jafn-
framt hægt að aka tengivögnum í
land um skut skipanna. Þá verður
einnig hægt að vinna við skipin á
gamla mátann", sagði hafnar-
stjóri.
KS shrifstofuhúsgðgn
SKR1FBORD STCLAR
FUNDABORD HILLUR&SKÁFAR
GOÐ NÝTING AUKIN MQNDI,
FALLEG HONNLJN
KRISTJflfl
SIGGEIRSSOn
LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK, SÍMI 25870
29