Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.09.1979, Blaðsíða 52
Samdráttur í bíla- innflutningi — en ekki alvarlegur enn Japanskir og rússneskir bílar standa upp úr það sem af er árinu Eins og fram kom í greininni hér á undan þá hefur bílainnflutning- urinn verið að rétta úr kútnum síð- an árið 1975. Innflutningurinn hefur aukist nokkuð mikið þó að hann hafi ekki náð því hámarki sem varð árið 1974. Samkvæmt nýjustu heimildum virðist það ekki takast í ár því að fyrirsjáanlegur er samdráttur í innflutningnum. Tímabilið janúar—júní á síðasta ári voru tollafgreiddar 4675 nýjar fólksbifreiðar en samsvarandi tala fyrir árið í ár er hinsvegar 3459 og þarna hefur því orðið samdráttur upp á rúmlega 25%. Ósagt skal látið hvort seinni hluti ársins nái að verða það öflugur í bílainnflutningi að heildartalan verði hærri en í fyrra en sé miðað við tölur frá síð- asta ári er lítill möguleiki á þeirri þróun. Einstök lönd: Japan Langmest hefur verið flutt inn af bílum frá Japan eða 885 fólksbílar (jan.—júní) af alls 22 tegundum. Sömu tölur í fyrra voru hinsvegar 1211 bifreiðar af 28 tegundum. Þarna hefur því orðið nokkuð mikil minnkun. Samið um 700 Daihatsu Það hefur vakið nokkra athygli að Daihatsu-umboðið á íslandi bauð bíla af Daihatsu gerð á óvenjulágu verði. Þessir bílar komu hingað frá Hollandi þar sem ekki reyndist mögulegt aó selja þá. Við spurðum forsvarsmann fyrir- tækisins að því hvernig unnt væri aö bjóða þessi kjör. Þeir svöruðu því til að þeir hefðu gert samning um að geta tekið við mjög miklu magni af bílum, allt að 700 stykkj- um, og með því móti væri hægt að ná verðinu niður. í Hollandi höfðu stjórnvöld gert þannig ráðstafanir að ekki reyndist unnt að selja þá og þá voru þeir sendir hingað. Verðið á bílunum í Hollandi var þó nokkuð hærra heldur en þeir eru boðnir á hér. Annars sögðu þeir að mjög mikil sala væri á Daihatsu— bifreiðum í Evrópu. Þó að þessir bílar hafi komið frá Hollandi þá flytur fyrirtækið yfirleitt sína bíla beint frá Japan. Eins og gefur að skilja hlýtur að vera mikið stökk að selja svona mikinn fjölda af bílum á stuttum tíma, hvaö varðar alla viö- haldsþjónustu. Daihatsumenn kváðust alls óhræddir við að geta ekki annað því, bæði hefðu þeir stórt og gott verkstæði og einnig traustan varahlutalager. Annað fyrirtæki sem flytur inn japanska bíla er Mazda-umboðið. Svo sem sjá má í töflu sem fylgir þessari grein er Mazda eitt af þeim bílaumboðum sem selja hvað flesta bíla. Kristinn Breiðfjörð hjá Mazda-umboðinu tjáöi okkur að verðið á Mazda-bílum hefði alltaf verið talið hagstætt. ,,Það er t.d. hagstæðara nú heldur en í fyrra ef miðað er við verðbólguna," sagði Kristinn. Ekki hafa þeir hjá Mazda séð ástæðu til að bjóða bílana á einhverju sérstöku verði að sögn Kristins. En salan mun vera góö og eftirspurn mikil. Kristinn sagði að þeir hefðu orðið varir við fráhvarf frá stærri bílum og meira hefði verið spurt um minni og spar- neytnari bíJa. Þetta er örugglega afleiðing olíukreppunnar. Mazda- verksmiðjurnar munu ekki hafa undan að afgreiða pantanir þann- ig að Mazda-bílar virðast vera vin- sælli annarsstaðar en hér. Yfir 100% aukning í innflutningi á Honda Honda-umboðið, sem flytur inn Honda-bifreiðar frá Jaþan, hefur aðra sögu að segja en flestir aðrir bílainnflytjendur. Gunnar Bern- hard sagði: ,,Við hófum innflutning af fullum krafti árið 1976 og síðan hefur verið stöðug aukning. Það hefur orðið yfir 100% aukning frá síðasta ári á innflutningi hjá okkur. Eftirspurnin er mjög mikil og við getum engan veginn haft undan pöntunum. Þaó er staðreynd að 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.